KVENNABLAÐIÐ

Gerðu þessar 7 SKÍTLÉTTU heimaæfingar og kílóin hverfa á svipstundu

Við erum öll búin að borða ljúffengan mat að undanförnu … og mikið af honum. Það er allt í lagi! Það er sjálfsagt mál að leyfa sér að njóta alls þess sem frídagarnir hafa upp á að bjóða í faðmi fjölskyldu og vina. Á hinn bóginn er alls ekki vitlaust að mæta haustinu af krafti og byrja snemma að hreyfa sig enda jákvæð áhrif hreyfingar á andlega heilsu margsönnuð.

Eftirfarandi sjö æfingar er tilvalið að framkvæma heima við í morgunsárið … þær eru líka svo skemmtilegar!

1. Vekjaraklukkan hringir, þú rumskar og slærð til hennar á náttborðinu. Á meðan þú snoozar skaltu hrista blóðið í fótleggina. 

anigif_enhanced-buzz-30164-1389369701-0       

2. Ókei. Nú ertu komin framúr, andfúl og hey, kannski pínu mygluð – það er ekki glæpur! Taktu framstig inn á baðherbergi svo þú getir aðeins lappað upp á grímuna.

anigif_enhanced-buzz-9166-1389302947-3

3. Blóðrásarkerfið er að vakna, dömur mínar og herrar! Tvisvar sinnum 20 jumping jacks inni í eldhúsi og þá ertu raunverulega vöknuð.

anigif_enhanced-buzz-15084-1389305199-14

4. Kaffipokinn er uppi í hillu. Gríptu næsta stól og taktu 30 uppstig á hann. Sjáumst síðar, læraspik! Takk fyrir samveruna!

anigif_enhanced-buzz-30671-1389305334-6

VATNSPÁSA ALLIR SAMAN!

anigif_enhanced-buzz-17046-1389305242-0

5. Kaffivélin suðar. Refsaðu nú stólnum pínu meira og taktu 20 þríhöfðadýfur. Ójá!

anigif_enhanced-buzz-15298-1389304041-0

6. Koffín – tékk! Hlauptu nú á staðnum í 30 sek. 30 SEKÚNDUR! Það er ekki neitt! Þú ert óstöðvandi í dag!

 anigif_enhanced-buzz-30487-1389304441-9

7. Obbosí. Klukkan tifar. Gerðu nokkrar laufléttar hnébeygjur á meðan þú hugsar um vinnudressið í dag. Þú sérð ekki eftir því!

anigif_enhanced-buzz-7919-1389304533-3

Nú skaltu vippa þér undir sturtuna. Við viljum að samstarfsfólkið sjái árangurinn af dugnaðinum en það þarf ekki að finna lyktina af honum er það?

anigif_enhanced-buzz-8443-1389304964-2

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!