KVENNABLAÐIÐ

Váhildur spáir í aðra viku desember: Hvað átt þú í vændum?

Ritstjórn bárust ótrúlega margir póstar eftir spá Váhildar í vikunni sem leið: Hvernig í ósköpunum gat hún vitað þetta?

Hvað segir hún í þessari viku um ÞIG?

sm

Steingeitin 22. des – 21. jan

Nú er tími til kominn að taka ákvarðanir í stóru málunum. Ekkert hik núna! Þú verður að gera upp hug þinn hvort sem þér líkar betur eða verr. Að taka svolítið sénsinn ert ekki beint þú, þú ert dálítið þrjósk steingeit en það borgar sig í þetta skiptið. Einnig er tími til að endurnýja gömul sambönd eða henda einhverjum út….er ekki alveg visss hvort.

Þú gætir kvefast eða pikkað up flensu þessa dagana. Mundu að hlúa vel að þér, taka vítamínin, klæða þig vel. Hvíld og rólegheit eru málið í þessari viku.

sm vatnsberi

Vatnsberi 20 jan-18 feb

Þér líður eins og þú sitjir í súpunni þessa dagana. Talaðu hreinskilnislega við þá sem í kringum þig eru – og ekkert yfirborðshjal! Segðu það sem þér býr í brjósti, því fyrr, því betra. Óvissan hverfur eftir því sem líða tekur á vikuna. Ég lofa. Passaðu hvað þú segir við hvern svo ekki sé um neinn misskilning að ræða.

Er verið að hugsa um ferð til útlanda? Kannski á heitari slóðir? Gerðu plönin núna og nýttu einhver tilboð sem þú rekst á. Það mun verða þér í hag!

sm fiskar

Fiskur 19 feb-20 mars

Ef fólk á til að misskilja þig skaltu ekki eyða orku í það – þau koma ekki til að skilja neitt hvort eð er! Í kringum 12.des mun eitthvað verða til þess að þú verður upptekin/n næstu daga á eftir. Vertu sveigjanleg/ur.

Þú ert ekki í neinu stuði til að stunda líkamsrækt, en það er hægt að gera annað. Drekktu te og gúglaðu þeytinga – þá heldurðu þessu góða orkuflæði gangandi. Þú þarft fókus og einbeitningu fyrir jólahátíðina!

sm hrutur

Hrútur 21 mars-19 apríl

Þessa vikuna ættirðu að huga að eldamennsku og heilsunni. Hugsaðu vel um hvað þú lætur ofan í þig, því komandi vikur verða í svolitlu sukki eins og fylgir jólunum. Ekki bíða fram í janúar með að fara að hreyfa þig. NÚNA er tíminn. Byrjir þú strax eru meiri líkur á árangri. Ekki láta neinn stöðva þig!

sm naut

Naut  21 apríl -20 maí

Nú eru stórir tímar framundan – eitthvað varðandi ráðstefnur eða námskeið sem þú þarft að huga að. Passaðu þig að hafa allt á hreinu hvað það varðar….þú ert lítið fyrir að líta illa út. Hafðu vaðið fyrir neðan þig í samskiptum við annað fólk og vertu alltaf jákvæð/ur, að minnsta kosti út á við.

Þig langar að breyta ýmsu í kringum þig. Veldu verkefni þín af kostgæfni og ekki láta bara vaða – það ert ekki þú.

sm tviburi

Tvíburi 22 maí-21 jún

Þú ert með afar mörg járn í eldinum núna. Kannski aðeins of mörg? Það eru allt of fáir tímar í sólarhringnum að þínu mati og þú verður að vera skipulagðari – annars á allt eftir að enda með ósköpum. Passaðu að gera ekki neitt sem þú munt sjá eftir.

Þú ert í miklum félagslegum samskiptum þessa dagana og þarft að passa að borða ekki of óholla fæðu. Ef þú drekkur mikið áfengi þarftu að huga að vatnsdrykkjunni líka. Svefni kann að verða ábótavant þannig – eins og áður, skipulagning! Þannig líður þér betur og hefur meiri orku fyrir öll þessi verkefni…

sm krabbi

Krabbi 21.jún-22 júl

Krabbinn er vinsæll þessa dagana! Þú gætir jafnvel eignast nýja vini hafir þú augun opin og hjartað á réttum stað. Trúðu á sjálfa/n þig og þá eru þér engin takmörk sett. Passa eyðsluna, þó þú sért að gera það gott má ekki eyða um efni fram (því miður, já ég veit!)

Þú hefur verið undir andlegu álagi undanfarnar vikur og þú hefur verið með höfuðverk oftar en venjulega. Hefurðu prófað hugleiðslu? Eða bara að taka þér smá stund á hverjum degi og hugsa: „Hvernig líður mér núna?“ Það gerir kraftaverk og hjálpar þér að halda fókus í annars annasömum mánuði.

sm ljon

Ljón 23 júl – 22 ág

Ljónum leiðist hversdagurinn eins og þú veist mæta vel. Þú vilt fara eitthvert út og sýna þig – þér finnst það svo gaman! Brjóttu upp rútínuna með að prófa eitthvað nýtt… s.s. eitthvað hreyfingartengt. Prófaðu þennan Tabatatíma sem þú hefur verið að hugsa um. Hugsaðu út fyrir boxið. Það er frekar dauður tími í vinnunni og ættir þú að nýta orkuna í eitthvað annað.

Þú ert aldrei sátt/ur nema öðrum líði vel í kringum þig. Mundu samt að hugsa vel um ÞIG. Hugur og heilsa fara saman – þú mátt líka alveg dekra aðeins við þig núna.

sm meyjan

Meyja 23 ág – 22 september

Þú ert með æðislegar hugmyndir í kollinum þessa dagana. Ekki burðast með þetta ein! Þú þarft að orða þessar hugmyndir því venjulegt fólk les ekki hugsanir! Þú þarft að standa föst á þínu Meyja, og vera þó sveigjanleg þegar kemur að þínum nánustu því einhver gæti þurft á þér að halda núna.

Góð heilsa, gulli betri – ekki bara einhver frasi heldur alveg satt. Þú átt ekki eftir að njóta neins sértu að halda í ósiði eða eitthvað sem er ekki gott fyrir þig. Gerðu framtíðarplan, þú ert nú svo skipulögð allajafna!

sm vogin

Vog 23 sept – 22 okt

Forðastu neikvætt fólk! Það reynir að pirra þig þessa dagana og þú mátt ekki láta á þér sjá að það nái til þín á nokkurn hátt. Reyndu að eyða sem mestum tíma heima við til að fá ró í hjartað og hlúa að fjölskyldutengslunum. Skreyttu í kringum þig!

Þú ert við góða heilsu þessa dagana en einhver nákominn gæti lagst í veikindi. Hafðu auga með þeim og bjóddu fram þína aðstoð – það eru ekki allir sem þora nefnilega að biðja um hjálp.

sm steingeit

Sporðdreki 23 okt – 21 nóv

Þú ert að huga að einhverskonar viðskiptum þessa dagana, kannski íbúðakaup? Einn af þínum helstu kostum er jákvæð hugsun og þessi brjálaða útgeislun þín. Nýjar upplýsingar er varða þessi viðskipti koma þér af stað!

Þú ert pínu með líkamsrækt á heilanum…annaðhvort ertu að stunda hana af kappi eða ert aaaaalveg að fara að drífa þig… Þér er yfirleitt umhugað um heilsuna og það er gott veganesti. Hefurðu prófað jóga?

Settu heilsuna í forgang, bæði í leik og starfi!

sm bogmadur

Bogmaður 22 nóv – 21 des

Bogmaðurinn á ákaflega góða tíma í vændum og þar sem hann er fullur af ást og kærleik mun það koma til baka…

Passaðu þig þó á að treysta ekki um of, því einhver í vinnunni eða skólanum mun geta notað eitthvað gegn þér sem þú vilt ekki að komist í dagsljósið. Mundu samt að hlusta á báðar hliðar þurfirðu að gera upp á milli fólks í einhverjum skilningi.

Farðu í klippingu eða nudd….nú eða bæði! Þú hefur unnið þér inn fyrir því.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!