KVENNABLAÐIÐ

Mun nýja varalínan frá Kylie líta svona út? – Allt ætlar um koll að keyra

Snyrtilína Kylie Jenner, sem út kom fyrir fáeinum dögum og seldist upp á litlum 30 sekúndum lifir enn í minningunni en nú er það ljósmynd af rósbleikum koparvörum sem hefur bókstaflega kveikt í heimsmiðlunum. Sérfræðingar reyna eftir megni að lesa í skilaboðin sem birtust um skamma hríð á Instagram aðgangi Kylie en voru svo tekin út skömmu seinna og litu svona út (sjá skjáskot):

screenshot-mashable.com 2015-12-07 18-58-13

Kylie deildi ofangreindri ljósmyndinni á Instagram aðganginum Lip Kit by Kylie og sagði einfaldlega – inspo by @vladamua en myndin, eins og fram kemur hér að ofan er nú týnd og tröllum gefin á Instagram, þó skjáskotið lifi ágætu lífi í öllum helstu tískumiðlum.

Sjá einnig: Ný förðunarlína Kylie Jenner krassar netþjón, selst upp á einni mínútu og kveikir í heimsmiðlum

Aðdáendur brugðust ofsafengið við og þannig veltu slúðurmiðlar einnig vöngum yfir því hvort fölbleikur kopartónninn væri sýnishorn af næstu línu Kylie, sem hefur engin svör gefið enn.

Reyndar hefur svo komið upp úr krafsinu, rétt eins og skilja má af þeim orðum sem Kylie skrifaði við myndina sjálfa (inspo by@vladamua) að hún hafi með þessu viljað heiðra vinnu förðunarmeistarans Vlada Haggerty, sem sjálf hefur staðfest á Instagram að hún eigi heiðurinn að lostvekjandi varaförðuninni sem Kylie birti í örfáar mínútur og eyddi svo út af Instagram.

Sjá einnig: Kendall kviknakin á baki stóðfola og kveikir elda á Instagram

Galdurinn við myndina mun hafa verið fólginn í metalleitum augnskugga í lausu sem hrærður var saman við glært varagloss. Upprunalega deildi Vlada frummyndinni á sínum eigin Instagram reikning í ágúst síðastliðnum.

Hér má sjá viðbrögðu Vlödu sjálfrar sem tók skjáskot af frétt ELLE og harmaði að heimspressan hefði ekki heiðrað það fagfólk sem lagði vinnu í verkið en eignaði Kylie hugmyndina orðalaust: 

vladamua And the insanity continues…. @graftobianmakeup what can we do about it? This is your loose metallic powder in Copper mixed with the clear gloss! #graftobianmakeup #vladamua

Sjálf virðist Vlada ekki ýkja ánægð með uppátæki Kylie og segir geðveikina hafa dunið á Instagram undanfarna daga, eins og sjá má á ofangreindri tilvitnun; að gleymst hafi með öllu að eigna henni sjálfri heiðurinn að verkinu í heimsmiðlum, þar sem allir hafi talið víst að um nýja línu frá Kylie sjálfri væri að ræða. Er þar í sjálfu sér ekki ungfrú Jenner um að kenna, heldur áfergju blaðamanna sem lásu ekki smáa letrið (í bókstaflegri merkingu) og sögðu Kardashian klanið hyggja á fleiri útgáfur af varaglossi.

Skjáskot af ummælum við ljósmynd Vlödu sýnir svo ekki verður um villst að allt er orðið vitlaust … og að myndbirtingin skók förðunarheiminn í meira lagi. 

screenshot-www.gramfeed.com 2015-12-07 19-06-02

Eins og áður sagði hefur myndinni nú verið eytt út af Instagram aðgangi Kylie og engin yfirlýsing hefur verið gefin út sem svarað getur hvort fölbleikt kopargloss gæti verið á leið í verslanir … sem gerir að verkum að heimsbyggðin er í heljargreipum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!