KVENNABLAÐIÐ

Fyrsti í aðventu: Í dag tendrum við Spádómskertið á kransinum

Í dag, sunnudaginn 29 nóvember, tendra kristnir Íslendingar á fyrsta kertinu á aðventukransinum sem ber heitið Spádómskertið og táknar spádómana í Biblíunni sem sögðu fyrir um komu Jesú.

Tími aðventunnar, fagurra fyrirheita, árstíðar íhugunar og stundum ómældra anna í ös jólaundirbúnings er því runninn upp með pompi og prakt, herlegheitum og rjúkandi heitum jóladrykkjum, piparkökum og ljúfri tónlist.

Sjá einnig: Heitt súkkulaði sem ég bara verð að deila með ykkur

Ritstjórn SYKUR óskar landsmönnum gleðilegrar aðventu og óskar þess að aðdragandi jóla verði ánægjulegur tími, um leið og við tendrum á sjálfu Spádómskertinu og hjúfrum okkur í sófanum með hlýtt teppi, heitt súkkulaði og huggulega tónlist sem hæfir deginum:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!