KVENNABLAÐIÐ

Stílhrein og falleg DIY jóladagatöl

Falleg jóladagatöl gera biðina eftir jólunum einstaklega ljúfa. Þau stytta börnunum biðina og einnig gera þau það mun bærilegra fyrir þá fullorðnu að skríða fram úr á köldum, dimmum desembermorgnum vitandi að lítill glaðningur bíður þeirra.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um jóladagatöl eru gömlu góðu súkkulaðidagatölin. Hinsvegar eru svo ótal margir möguleikar í boði og margar tegundir er hægt að gera sjálfur með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.

Hér eru bara nokkrir möguleikar sem hægt er að nýta sér:

Þessir krúttlegu pokar væru fullkomnir fyrir einn girnilegan konfektmola
Þessir krúttlegu pokar væru fullkomnir fyrir einn girnilegan konfektmola.

 

Einfalt og fallegt. Hérn þar aðeins þvottaklemmur, gjafapappír, snæri og smá föndurþolinmæði
Einfalt og fallegt. Hérna þarf aðeins þvottaklemmur, gjafapappír, snæri og smá föndurþolinmæði.

 

Pakka á grein. Einnig væri fallegt og jólalegt að nota grenigrein
Pakkar á grein. Einnig væri fallegt og jólalegt að nota grenigrein

 

Svo er líka hægt að hafa pakkana og greinina ennþá stílhreinari. Kemur vel út á mínímalískum heimilum.
Svo er líka hægt að hafa pakkana og greinina ennþá stílhreinari. Kemur vel út á mínímalískum heimilum.

 

Jólatré úr litlum pökkum. Þetta væri líka hægt að gera úr litríkum pappír til að gera þetta skrautlegra
Jólatré úr litlum pökkum. Þetta væri líka hægt að gera úr litríkum pappír til að gera tréð skrautlegra.

 

Hrikalega flott að hafa alla pakkana mismunandi. Svolítið skandinavískur blær yfir þessum grafísku munstrum,
Hrikalega flott að hafa alla pakkana mismunandi. Svolítið skandinavískur blær yfir þessum grafísku munstrum,

 

Jólasokkum breytt í dagatal, skemmtileg breyting á klassíkinni.
Jólasokkum breytt í dagatal, skemmtileg breyting á klassíkinni.

 

Númeruð umslög geta verið skemmtileg tilbreyting
Númeruð umslög geta verið skemmtileg tilbreyting, sérstaklega ef lítil ástarljóð leynist í þeim.

Svo er það undir hverjum og einum komið hvað er sett í umslögin eða pakkana. Súkkulaði og annað sælgæti er alltaf klassískt en svo getur verið gaman að breyta út af vananum og setja litlar snyrtivörur, miða á tónleika, lottómiða, ástarbréf eða hugmyndir af jólalegum stundum sem fjölskyldan getur átt saman.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!