KVENNABLAÐIÐ

13 stig sem einkenna ÁSTARSORG og LJÓSIÐ við endann á GÖNGUNUM!

Tölum aðeins um ástarsorg. Bara pínulítið. Hversu truflandi það er að sakna, vont að gráta í einrúmi og skelfilega einmanalegt það er að kveðja ástina. Allir hljóta líka að kannast við þá tilhugsun að ENGINN hafi áður, bara nokkru sinni, upplifað álíka harm. ALDREI.

Ætlun undirritaðrar er ekki að gera lítið úr ástarsorg. Þvert á móti. Tilfinningin er skelfileg og reyndar getur ástarsorg verið svo skaðleg að til eru þess dæmi að fólk hafi hreinlega dáið úr ástarsorg. Brostið hjarta er til. En komi það að einhverju gagni, þá er enginn eyland og upplifanir þeirra sem fara gengum sambandsslit eru ósköp keimlíkar. Ástarsorg er ferli, ekki atburður og líður hjá á einhverjum tíma – í einhverjum tilfellum tekur lengri tíma að yfirstíga sársaukann og vonbrigðin – en öll él styttir upp um síðir og glittir í sólina að nýju.

Î alvöru talað; það er ljós við endann á göngunum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!