KVENNABLAÐIÐ

Logagyllt HÁRFLÚR gera allt vitlaust – Kylie Jenner kolfallin fyrir TRENDINU

Kylie Jenner, sem bókstaflega heldur tískuheiminum í heljargreipum, hefur hrundið af stað nýju tískutrendi sem ætlar allt um koll að keyra: hár-tattoo-strípum sem koma í gylltum og silfruðum litum eru eru framleiddar af fyrirtækinu Scünci – en allt hófst ævintýrið á því að Kylie fékk prufu senda um daginn og deildi með aðdáendum sínum á Snapchat.

screenshot-www.bustle.com 2015-10-30 17-20-48

Kylie deildi einfaldlega sýnishorni af hár-tattoo-strípunum, sem setti tískuheiminn á annan endann og hafa fjölmiðlar vart haft undan að dásama hár-tattoo-strípurnar allt frá Snapchat deilingu stúlkunnar.

Sjúklega tælandi og tímabundin glamúr-tattoo frá sjálfri Beyoncé

Kylie-Jenner-Wearing-Hair-Tattoos

Reyndar er um gullfallega fylgihluti að ræða sem límdir eru ofan á rennislétt hárið – rétt eins og tímabundið húðflúr sem er límt á hörundið, en gyllt hár-flúrið fer ekki illa með hárið og rennur auðveldlega úr í þvotti. Á vefsíðu Scünci má panta pakka af hár- og húðflúrum í gylltum og silfruðum litum en hver pakki er útbúinn tveimur heilum örkum af misjafnri hönnun; meðal annars örva-borðanum sem Kylie gerði garðinn frægan með gegnum Snapchat rás sína: 

Screen-Shot-2015-10-22-at-6.19.57-PM

Ekki er mælt með að bera hár-flúrin í hrokkið hár og segir að einungis rennislétt hár geti tekið við hár-flúrinu sem er borið beint á hárið, en leggja þarf rakan klút yfir örkina sem er látin hvíla á hárinu í örstutta stund. Hár-flúrið er jafnt hægt að bursta sem þvo úr hárinu, en einn pakki af hárflúri kostar u.þ.b. 5 dollara utan sendingarkostnaðar.

Hrífandi, ekki satt?

screenshot-cdn-ugc.cafemom.com 2015-10-30 17-57-39

Scünci

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!