KVENNABLAÐIÐ

FIMM töfrum gæddir KAFFIMASKAR sem henta öllum HÚÐGERÐUM!

Malaðar kaffibaunir eru aldagamalt fegrunarmeðal og koffein er eftirsótt innihaldsefni í andlits- og hörundsmaska, vegna frískandi og herpandi áhrifa. Hér fara uppskriftir að nokkrum frábærum kaffiskrúbbmöskum, sem geta kraftaverk gert að morgni dags og frískað upp á útlitið áður en farið er úr húsi þann daginn.

Kaffimaskinn mýkir hörundið, dregur úr olíumyndun og skerpir á húðlit. Þess utan er dásamlegt að bera kaffið á andlitið, á hálsinn eða hvar annars staðar á líkamann sem óskað er – en þess utan má líka notast við gamlan kaffikorg, sem hrærður út í olíu er dásamlegt hreinsimeðal fyrir hörundið.

coffee_beans_PNG9276

Hefðbundinn kaffimaski:

Grunnmaskinn er afar einfaldur og inniheldur einungis fínmalaðar kaffibaunir og ferska nýmjólk, sem notuð er til að mýkja blönduna. Best er að setja kaffibaunirnar í grunna skál, hræra örlítið í nýmöluðum baununum og bæta svo mjólkinni út í.

3 msk nýmalaðar kaffibaunir

1 msk fersk nýmjólk

Gættu þess vel að setja ekki of mikla mjólk út í blönduna, því þá verður hún þunn og leiðinleg áferðar og ekki nothæf í andlitsmaska. Ef einhverra hluta vegna, of mikil mjólk fer í blönduna, skaltu bæta örlítið meira magni af kaffi út í – svo blandan verði áferðarfalleg og nothæf sem andlitsmaski.

raw cacao

Kaffi- og hrákakómaski með lífrænu hunangi:

Til eru fjölmargar gerðir af kaffiskrúbb fyrir andlitið, sem henta misjöfnum húðgerðum, en allra best er að bera kaffiskrúbbinn á andlitið að morgni dags. Bæði kaffi og hrákakó innihalda gnægt andoxunarefna sem draga úr ótímabærum áhrifum öldrunar, en hunang nærir og mýkir andlitshörundið og eykur raka.

4 msk malaðar kaffibaunir

4 msk hrákakó

2 msk nýmjólk

1 msk lífrænt hunang

Best er að hræra út kaffið og hrákakóið með hunangi og nýmjólk rétt áður en blandan er borin á hörundið en maskann ætti að skola af með köldu vatni til að fríska upp á andlitshörundið og vekja upp frumurnar í upphafi dags.

619444071_oKakósmjör- og kaffimaski:

Þessi maski er góður fyrir feita húðgerð. Í hann fara fjórar matskeiðar af fínmöluðu kaffi og fjórar matskeiðar af kakósmjöri hálfum bolla (amerísk mælieining) af ferskum rjóma.

4 msk fínmalaðar kaffibaunir

4 msk kakósmjör

½ bolli ferskur rjómi

Hrærið öll innihaldsefni saman svo úr verði mjúk og þétt blanda og berið á andlitshörundið, en varist augnsvæðið og svæðið kringum varirnar. Látið maskann liggja á hörundinu í u.þ.b. 20 mínútur og skolið af með volgu vatni.

egg

Kaffi- og eggjamaski:

Í þennan maska þarftu eggjahvítu af einu eggi (þú brýtur eitt egg og fjarlægir rauðuna, sem er ekki notuð í maskann) þeytir svo eggjahvítuna vel. Bættu að lokum hálfum bolla (amerísk mælieining) af möluðum kaffibaunum út í blönduna og hrærðu vel saman svo úr verði þétt og slétt blanda. Berðu vel á allt andlitið (nema augnsvæðið og kringum varirnar) og leyfðu maskanum að þorna alveg, áður en þú skolar hann af með ylvolgu vatni.

1 eggjahvíta (stífþeytt)

½ bolli nýmalaðar kaffibaunir

Þessi gerð maska hefur örlítið herpandi áhrif á andlitshörundið, en tilfinningin hverfur eftir fáeinar mínútur – þegar maskinn hefur verið skolaður af andlitinu. Kaffi- og eggjamaskinn hentar vel fyrir venjulega húðgerð og ætti aldrei að bera á feita húð, þar sem þessi gerð maska getur örvað feita húðgerð til meiri olíumyndunar.

benefits-of-olive-oil

Kaffi- og ólívuolíuskrúbbur:

Kaffi er frábært meðal gegn þrútnu hörundi og bólgnu augnsvæði, jafnvel þó varast ætti alltaf að bera andlitsmaska á augnsvæðið sjálft. Þess utan eru kaffimaskar frábærir að morgni dags, þegar fólk er rétt stigið úr rekkju þann daginn. Þá hefur kaffimaskinn herpandi áhrif á svitaholurnar og dregur úr olíumyndun á yfirborði hörundsins.

4 msk gamall kaffikorgur

1 msk ólívuolía

Sniðugt og áhrifaríkt getur verið að endurnýta gamlan kaffikorg frá deginum áður, hræra út í ólívuolíu svo úr verði mjúk blanda og bera á andlitið sem skrúbbmaska til að fjarlægja dauðar húðfrumur af andlitinu og fríska upp á útlitið áður en farið er út í daginn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!