KVENNABLAÐIÐ

Ástarstjörnuspá vikuna 09. – 16. október

Hjarta og hugur gætu verið ósammála þessa vikuna. Það er undir þér komið hvort þú hlustir á hjartað eða hug þinn. Það skiptast á skin og skúrir eftir stjörnumerkjum en það er undir þér komið alla daga hvernig þú lítur á hlutina og ákveður að tækla þá.

hrutur

Hrúturinn

Búðu þig undir átök þessa viku. Þessi sem þú hélst að væri sá eini sanni er að kíkja í kringum sig og þú átt skilið betra. Þú átt eftir að vera reið og sár en þú jafnar þig fljótt. Láttu ekki fjölskyldumeðlimi vera að ráðskast með þig. Þú þarft að taka þínar ákvarðanir sjálf.

naut

Nautið

Það er erfitt að ímynda sér að falleg orð geti læknað brotið hjarta en það er satt. Þú hefur haft mikið fyrir því að láta ástarlíf þitt ganga upp en það mun gera það. Þú verður að trúa því. Ef þú hefur ekki hitt þann eina rétta þá er hann rétt handan við hornið.

tvíburi

Tvíburinn

Sumir segja að þú eigir að hætta að leita að þeim eina rétta og hann muni finna þig. Þessa vikuna er það rétt. Undir ólíklegustu aðstæðum mun hann finna þig. Ef þú ert í sambandi þá mun rómantíkin ráða ríkjum þessa vikuna í október. Farið saman í kvöldgöngur og njótið norðurljósanna.

krabbi

Krabbinn

Þú verður að losa þig við þessar endalausu ranghugmyndir um að þú sért ekki númer 1 í hans lífi. Hann hefur bara um margt að hugsa þessa dagana. Finndu þér eitthvað skemmtilegt að gera, farðu í ræktina, skráðu þig á prjónanámskeið. Honum mun finnast þú eftirsóknarverðari ef þú hefur minni tíma fyrir hann.

Ljón

Ljónið

Þú hefur verið ólík þér undanfarið en nú fer að birta til og þú ferð að njóta þín betur. Hann hefur haft áhyggjur af þér og fundist þú fjarræn. Nú er rétti tíminn til að sýna honum hvað þú ert skemmtileg. Bjóddu honum í haustlitaferð á Þingvelli eða á kaffihús og göngu. Sýndu honum athygli.

meyja

Meyjan

Hlutirnir eru pínu flóknir hjá þér og þeim sem þú ert hrifin af þessa dagana. Hann er greinilega að glíma við eitthvað sem hann vill ekki deila með þér og það þýðir ekkert að þú sért að skilgreina tilfinningar hans. Gefðu honum tíma og hann mun opna sig við þig þegar rétti tíminn kemur. Anda rólega inn og út.

vogin

Vogin

Þetta er ekki rétta vikan til að segja já, sama hversu freistandi það er. Þú ert undir hans álögum og sérð ekki hlutina í réttu ljósi. Mundu að ef einhver vill eitthvað frá þér þessa vikuna; undirskrift, hjarta þitt eða traust þá mun hann vilja það í næstu viku líka og getur beðið.

sporðdreki

Sporðdrekinn
Það er frábært að þú sért ástfangin en róaðu þig aðeins í aðdáun þinni á honum. Reyndu að hugsa um eitthvað annað en bara hann. Smá „mystery” er alltaf góð í sambandi og þá fer hann líka að velta fyrir sér hvað er í gangi með þig og það gerir þig bara meira spennandi í hans augum.

bogmaður

Bogmaðurinn

Þú ert eins og segull á menn þessa dagana. Þetta eru frábærar fréttir ef þú ert einhleyp en frekar vandræðanlegt ef þú ert í sambandi. Þú þarft kannski að útskýra fyrir maka þínum allan þennan áhuga sem þér er sýndur af karlmönnum á Facebook. En hann fær skilaboðin mjög skýrt að konan hans er eftirsóknaverð.

steingeit

Steingeitin
Mundu að það skiptir miklu máli í lífinu að rækta samband þitt við maka þinn, fjölskyldu og vini. Þú færð meira út úr því en peningum og endalausum tíma í vinnunni. Bjóddu honum út að borða, bíó eða haltu matarboð. Finndu kæruleysið innra með þér og hleyptu því út.

vatnsberi

Vatnsberinn
Þetta er rétta vikan til að vera heiðarleg og segja hlutina hreint út. Það er engin leið að komast hjá því að viðurkenna að það er sársauki og erfiðleikar sem mun taka tíma að vinna úr. Gefðu honum tíma og frið til að átta sig og þá mun allt ganga upp.

fiskar

Fiskarnir

Allir eru hrifnir af því sem þú ert að gera þessa vikuna. Þú ert það besta sem hefur hent alla og þú færð ómælda ást og aðdáun frá öllum í kringum þig. Njóttu þín og svo kemur í ljós hvort þú ert að ná til einhvers sem er þess virði að fá ást þína á móti. Aðeins tíminn mun leiða það til lykta.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!