KVENNABLAÐIÐ

Bleika tjullpilsið hans Bob kom krabbameinssjúkri eiginkonu hans til bjargar

Bleika tjullpilsið kom Lindu til sálrænnar bjargar þegar hún greindist með krabbamein í brjósti fyrir stuttu síðan. Ekki þó í þeim skilningi sem ætla mætti enda klæddist Linda ekki tjullpilsinu sjálf, heldur voru það uppátæki Bob, eiginmanns hennar – sem héldu léttleikanum og gleðinni gangandi í lífi Lindu. 

Bleika tjullpilsið, sem í upphafi snerist um ást karlmanns á eiginkonu sinni og skilyrðislausan stuðning hans meðan á þungu ferðalagi hennar gegnum myrka dali brjóstakrabbameins stóð, fylgifiskum lyfjameðferðar og hlátrinum, voninni og kærleikanum sem bleika tjullpilsið færði hjónabandi þeirra – er í dag boðberi vonar og stuðnings við krabbameinssjúka og ástvini þeirra:

tutu project 1

Þegar Linda greindist upprunalega með brjóstakrabbann, tók Bob upp á því að klæðast bleika tjullpilsinu í þeim eina tilgangi að laða fram bros á andliti eiginkonu sinnar, sem þurfti að undirgangast þunga lyfjameðferð í kjölfar greiningarinnar. Hann klæddist bleika tjullpilsinu við ákveðin tækifæri og lét taka ljósmyndir af sér í fáránlegustu aðstæðum sem hægt er að hugsa sér.

Tutu-Project-003009

Linda tók svo ljósmyndirnar með sér í hvert sinn sem hún þurfti að undirgangast krabbameinsmeðferð og sýndi hinum konunum, sem komnar voru í sama tilgangi, ljósmyndirnar af eiginmanni sínum í bleika tjullpilsinu og uppskar hlátrasköll og fliss að launum meðan á meðferð stóð.

Úr varð Tutu Project, sem sjá má umfjöllun um hér að neðan og hefur farið stórum á netinu, ekki að ástæðulausu, en hugrekki hjónanna og úrræði þeirra hefur orðið mörgum innblástur eins og segir frá í inngangi greinar. The Tutu Project heldur úti Facebook síðu og vefsíðu þar sem fræðast má meira um verkefnið sjálft, en hér fer saga þeirra Bob og Lindu – sem hrundu öllu ferlinu af stað:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!