KVENNABLAÐIÐ

Eplakaka með Ricotta og HESLIHNETUM

Eplakökur eru svo sjúklega góðar og bragðið af bökuðum eplum með ís eða rjóma er klassískt og allir …eða flestir elska það. Hér er eplakaka með smá tvisti en hún er mjög djúsí – það gerir ricottaosturinn og svo er heslihnetukeimurinn ómótstæðilegur í bland við eplabragðið. Þessi uppskrift er nýji besti vinur þinn og vina þinna 😉

3 egg
60 g sykur
1 matsk vanillusykur
75 g hveiti
50 g heilhveiti
3 tsk lyftiduft
60 g heslihnetumjöl (Mjög fínt malað í matvinnsluvél ef þú ert með heilar hnetur, á að vera eins og hveiti.)
80 g smjör
150 g ricotta ostur
3 epli

1 tsk kanel
2 matsk ljós púðursykur

Svona býrðu kökuna til:

Þeytið saman eggin og sykurinn + vanillusykurinn þar til að komin er ljós og kremi líkust blanda. Blandið þurrefnum saman við. Bræðið smjörið og þeytið smjörið og ricotta ostinn svo samanvið eggjablönduna. Hellið deiginu í smurt hringform. Skerið eplin í báta og í afar þunnar sneiðar. Gott er að nota ostaskera til að fá skífurnar jafnar. Deilið eplaskífunum fallega yfir kökuna og gott er að byrja að leggja skífurnar innst. Hrærið saman kanel og ljósa púðursykurinn og dreifið yfir kökuna. Bakið í 30 mínútur á 180°.

Berið fram með þeyttum nýjum rjóma eða vanilluís! Guð minn góður … þetta er SVO gott!!!

Uppskrift eftir Marie Melchior. Ljósmynd Betina Hastoft

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!