KVENNABLAÐIÐ

Ástarstjörnuspá fyrir vikuna 02. – 08. október

Nú er rétti tíminn til að líta upp úr vinnu, slaka aðeins á að vera svona upptekin af sjálfri þér og njóta tíma með þeim sem þú elskar. Það þarf að vinna í sambandi ef það á að ganga upp og gefa fólki tækifæri. Slakaðu á kröfunum og vertu víðsýn. Það þurfa ekki allir að vera eins og þú eða „klón” af þínum fyrrverandi.

hrutur

Hrúturinn:

 Vonandi er sá sem þú ert að „deita” núna, stóra ástin í lífi þínu. Ef hann er það ekki þá er það svo sem OK, því að minnsta kosti hefur þú einhvern þér við hlið til að stytta þér stundir og hafa gaman með. Þú ættir að læra að elska, deila og „bonda” við einhvern sem er ólíkur þér.

naut

Nautið:

Lífið væri svo miklu auðveldara ef við gætum bara lokað á fortíðina og gleymt. Þinn fyrrverandi virðist vera alls staðar þessa dagana. Reyndu að vera bara heima við og gleyma honum. Hittu einhvern nýjan og spennandi eða njóttu kósýstunda með núverandi.

tvíburi

Tvíburinn:

Hvenær er hann orðinn meira en bara vinur þinn? Hmmm, sennilega þegar þú ferð að sofa hjá honum. Þú verður að láta heyra í þér og segja hvað þú vilt. Viltu vera í sambandi með honum eða ertu bara að leika þér og í laumi að leita af einhverjum öðrum?

krabbi

Krabbinn:

Þú ert í smá glímu þessa vikuna og þarft að velja á milli ástarinnar og starfsframa. Reyndu að koma því þannig fyrir að þú getir fengið bæði. Hann virðist vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig svo sambandið eigi raunverulegt tækifæri.

Ljón

Ljónið:

Þetta er ekki rétta vikan til að leggja fyrir hann próf til að athuga hvort hann elski þig í raun og veru. Þér finnst þú kannski ósýnileg og þú fáir ekki þá athygli og ást sem þú átt skilið en þú verður að skilja að hann hefur um fleira að hugsa. Hann mun hlusta á þig ef þú opnar þig með þetta.

meyja

Meyjan:

Ástin er ótrúlega lunkin við að leynast á ótrúlegustu stöðum. Þú uppgötvar að manneskjan sem þú hefur þekkt lengi er kannski sú eina rétta fyrir þig. Þú ættir að vera opin fyrir öllu þessa vikuna. Meyja í sambandi siglir lygnan sjó. Farðu út að borða og „trítaðu” ykkur aðeins.

vogin

Vogin:

Athygli þín beinist að fjölskyldunni núna en ekki að elskhuga þínum og þér finnst kannski jafnvel að hann sé fyrir þér þessa dagana. Honum finnst hann þurfa keppa við börn þín, systkini eða foreldra um athyglina og það er rétt. Þú ættir kannski að staldra við og sinna honum ef það er það sem þú vilt.

sporðdreki

Sporðdrekinn:

Þú sagðir að þú myndir ekki skipta þér af einkamálum hans en þú munt gera það í þessari viku. Þú ert þannig að þú kemur til hjálpar ef ráðist er á þann sem þú elskar. Þetta verður smá flókið verkefni því þú ert að glíma við fjölskyldu hans og gefðu þér góðan tíma og vandaðu orð þín.

bogmaður

Bogmaðurinn:

Þú hefur verið í smá „kynlífssvelti” undanfarið og ert alveg í stuði fyrir villt kynlíf. Þú þarft að brjóta ísinn á milli ykkar og láta hann vita að þú sért til! Ef hann neitar þér þá veistu það bara að þetta mun ekki ganga upp á milli ykkar og betra að hætta þessu strax.

steingeit

Steingeitin: 

Það eru allar hindranir úr veginum og þú getur rætt allt sem þú vilt við þann sem á hjarta þitt. Notaðu tækifærið og tjáðu þig. Viltu meira út úr sambandinu eða taka skref til baka? Þitt er að opna þig og það mun allt ganga vel. Hann skilur þig betur en þú heldur.

vatnsberi

Vatnsberinn:

Þetta er ekki besti tíminn fyrir þig í rómantíkinni. Það er eins og þú náir bara ekki að kveikja lostann í þér. Þú ert svo upptekin í margs konar verkefnum og af sjálfri þér að þú nærð bara ekki að koma þér í rétta „moodið”. Passaðu þig að vera ekki of lengi í þessu ástandi svo hann taki ekki á rás.

fiskar

Fiskarnir:

Vanalega er það þú sem ert yfir þig ástfangin af ástinni en þú veltir fyrir þér þessa dagana hvort hann sé alveg að missa það. Þú hefur ekkert á móti ástinni og athyglinni frá honum en daglegar ástarjátningar á Facebook og athygli hans er aðeins of mikið af því góða fyrir þinn smekk. Segðu honum það á varfærinn hátt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!