KVENNABLAÐIÐ

Ástarstjörnuspá fyrir vikuna 25. september – 01. október

Hvert flýgur tíminn? Síðasta vika september að ganga í garð og hann var að byrja! Aðfaranótt 28. september verður almyrkvi og þetta verður pínu „kreisý“ vika!

hrutur

Hrúturinn

Þú upplifir skemmtileg stefnumót og þér finnst gaman að vera til. Þú ert ekki tilbúin í að fara í samband en alveg til í að leika þér svolítið. Þinn fyrrverandi gæti birst og ruglað þig í ríminu en mundu að þetta gekk ekki áður og mun ekki ganga núna. Ef þú ert í sambandi þá ættir þú að biðja um smá andrými til að vera ein og sinna áhugamálum þínum og rækta sjálfa þig.

naut

Nautið

Ertu tilbúin fyrir þann eina rétta? Hann mun verða á vegi þínum í lok september og þú þarft bara að fatta það. Þú munt eiga töfrastund sem jafnast á við Öskubusku ævintýrið. Ef þú ert í sambandi þá er þetta tíminn fyrir bónorð eða plana stækkun í fjölskyldunni. Mundu bara að rækta sjálfa þig og hugsa ekki svona mikið um aðra. Það eru maraþon stundir framundan í svefnherberginu.

tvíburi

Tvíburinn

Það er mikið drama í kringum þig þessa dagana. Þú ert hrifin af einhverjum sem á þig ekki skilið. Reyndu að hætta að hugsa um hann og beindu athyglinni eitthvert annað alveg fram í október, því þá mun allt snúast þér í hag. Fyrir Tvíbura í sambandi þá er þetta tíminn til að sinna makanum og veita honum athygli því annars gæti farið að ganga á ýmsu.

krabbi

Krabbinn

Vertu kátur Krabbi! Það þurfa ekki öll sambönd að vera flókin og þung. Það getur líka verið gefandi og gaman að eilífu. Einhleypur Krabbi fær óvæntar fréttir um að góður vinur vilji eitthvað meira og þú ættir að íhuga það vel. Ef þú ert í sambandi þá skaltu bara finna kæruleysið í þér og hafa gaman. Ekki taka öllu of alvarlega og láttu hlutina ráðast.

Ljón

Ljónið

Jæja kæra Ljón, nú máttu alveg slaka á kröfunum. Ef þú ert í sambandi þá ertu sennilega að kæfa maka þinn. Taktu 1 skref í einu. Þetta er langhlaup og það þurfa ekki að vera flugeldar á hverjum degi. Einhleypa Ljónið gæti hitt spennandi einstakling í lok september. Hann er búinn að koma sér vel fyrir og er eldri en þú en saman gætu þið rokkað.

meyja

Meyjan

Elskaðu sjálfa þig og heilbrigt samband fylgir í kjölfarið. Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt og sinntu áhugamálunum. Þú þarft frelsi frá hinu kyninu til að vera þú sjálf en ekki gleyma að bjóða honum með á samkomur og gleðskap. Annars gætir þú misst þann góða. Í kringum 27. sept gætir þú átt von á bónorði eða að sambandið verði opinbert.

vogin

Vogin

Eru þið bara vinir eða eitthvað meira? Þetta hefur verið pínu óljóst hingað til en nú fara línurnar að skýrast. Frískaðu upp á Tinder prófílinn þinn og vittu hvað gerist. Fyrir Vog í sambandi: Ef þú hefur verið að íhuga sambandsslit þá er þetta rétta vikan og líka ef þú vilt meira út úr sambandinu. Mundu að orð geta sært og hugsaðu því áður en þú ýtir á senda takkann.

sporðdreki
Sporðdrekinn

Markmið, markmið – mundu eftir þeim. Sestu niður og skrifaðu niður hvað þú ert að leita af í maka. Þú gætir fundið hann í kringum vinnusamkomur. Fyrir Sporðdreka í sambandi þá ættir þú að eyða meiri tíma með maka þínum og hættu að ímynda þér alls konar framhjáhald og svik. Vertu hamingjusöm!

bogmaður

Bogmaðurinn

Hraðsending til þín frá útlöndum. Ástarjátning frá útlendingnum sem þú hittir í sumar eða frá einhverjum sem flutti út og þú hélst að þú myndir ekki hitta aftur. Gefðu þessu tækifæri. Bogmenn í sambandi ættu að ferðast með elskunni sinni og rómantíkin blómstar í þessari síðustu viku septembermánaðar. Vertu opin og heiðarleg í ást þinni.

steingeit

Steingeitin

Skelltu þér í kjól og farðu út á lífið, kona! Það munu allir einhleypir taka eftir þér. Þú gjörsamlega ljómar. Passaðu þig bara á að muna að afbrýðisemi fer þér ekki. Vertu sjálfsörugg og allt mun ganga upp. Ef þú ert í sambandi þá er ákveðin ró í sambandinu og ykkur líður vel saman. Rétti tíminn til að vinna að sameiginlegu verkefni.

vatnsberi

Vatnsberinn

Þú elskar hann, þú elskar hann ekki. Hey, reyndu að ákveða þig. Þessi síðasta vika septembermánaðar ætti að hreinsa til í hausnum á þér og þú annað hvort ákveður að stofna til sambands eða ekki. Vatnsberar í sambandi upplifa unaðslega tíma í svefnherberginu þessa síðustu viku í september og hamingjan ræður ríkjum.

fiskar

Fiskarnir

Einhleypur Fiskur gæti hitt sálufélagann í kringum almyrkvann. Nú reynir á viljastyrkinn og að láta ekki tækifærin renna sér úr greipum. Fiskur í sambandi verður að hætta þessum leikjum. Annað hvort eru þið saman og eruð góð við hvort annað eða haldið í sitt hvora áttina. Reyndu að kveikja neistann í sambandinu með snertingu og rómantík.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!