KVENNABLAÐIÐ

H J Á L P: Þessi SVARTI PUNKTUR getur hæglega BJARGAÐ MANNSLÍFI

Svartur depill í lófa niðurlútrar konu eða karlmanns, sem réttir fram hendina kann að vera merkingarlaus í augum margra. En svarti depillinn er þrunginn merkingu; þökk sé nýlegri samfélagsmiðlaherferð sem hefur farið stórum og hefur þegar bjargað mannslífum.

Svarti depillinn merkir nefnilega þögult óp á hjálp; merkið er neyðarkall þeirra sem búa við heimilisofbeldi en geta ekki greint frá stöðunni með berum orðum.

11249638_1487075358255167_7342007251215700297_n

Frekari upplýsingar um samfélagsmiðlaherferðina er að finna á Facebook – en baráttuherferðin ber einfaldlega nafnið The Black Dot Campaign og er ætlað að styðja við fórnarlömb heimilisofbeldis, svo þau hin sömu geti óskað eftir aðstoð – svo fagfólk geti borið kennsl á merkið og brugðist við.

 

A message from a lady who asked me to share this with you:I’m heavily pregnant and the baby’s father is very abusive….

Posted by Black Dot Campaign on Thursday, September 17, 2015

 

Á Facebook síðu hópsins segir ennfremur:

„Þessi baráttuherferð er gerð svo fórnarlambið geti merkt lófann með svörtum depli, svo ástvinir, stuðningshópar og fagfólk geti borið kennsl á þögult neyðarópið og boðið fram þá aðstoð sem er nauðsynleg svo hann eða hún geti fengið stuðning til að komast burt úr skaðlegum aðstæðum. Það sem meira er; eftirlifendur heimilisofbeldis hafa margir hverjir deilt ljósmyndum af sjálfum sér með depil í lófanum til að sýna stuðning og hvatningu – en einnig til að sýna að það er hægt að losna úr skaðlegum aðstæðum.“

Herferðinni var hrundið af stað fyrr í september og telur nú Facebook síðan ein yfir 26.000 stuðningsmeðlimi. Einhverjir hafa gagnrýnt framtakið og sagt að ekki sé hægt að hrinda slíku framtaki af stað án þess að nefna til stuðningshópa um leið; að fræða þurfi hjálparsamtök sem styðja við þolendur heimilisofbeldis. Einnig hafa aðrir sagt að svarti depillinn sé hættulegur leikur og geti ögrað ofbeldismennum til illra verka, að fórnarlömbin sjálf geti jafnvel verið í meiri hættu en áður.

10374893_1486629568299746_8400738196027330158_n

Þessu hafa stofnendur vísað á bug og segja að fórnarlömbin sjálf viti oft hvað þarf til að ögra og hvetja til ofbeldis og að hver og einn verði að meta í sínu eigin tilfelli hvort hættulegt sé að merkja lófann með svörtum depli.

 

After a very difficult day personally, add we have reached 5.1 million people in 7 days and have a lot of coverage…

Posted by Black Dot Campaign on Tuesday, September 15, 2015

 

Í viðtali við Huffington Post sagði talsmaður Black Dot þannig að oft gæti verið hættulegt og erfitt fyrir fórnarlömb ofbeldis að ræða beint út um stöðuna, af ótta við viðbrögð ofbeldismannsins og einnig af ótta við að enginn trúi þeim.

„Svarti punkturinn gæti hjálpað þolendum heimilisofbeldis að ræða út um viðbjóðinn og það getur hjálpað að hafa um nokkra ólíka möguleika að ræða þegar frásögn er annars vegar, því aðstæður þeirra sem búa við heimilisofbeldi geta verið æði misjafnar.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!