KVENNABLAÐIÐ

HRIKALEGT fall á NYFW; féll ÞRISVAR í GÓLFIÐ á svimandi háum LOÐHÆLUM

Tískuvikan fer af stað með hvelli í New York með súrralíska hönnun sigurvegara VFiles þetta árið, þar sem framsæknustu jaðarhönnuðir veraldar leiða saman hesta sína og sjokkera með skræpóttu fatavali og undarlegum skófatnaði.

Mikil kúnst er að klæðast fatnaðinum og þannig er vor- og sumarlína portúgalska hönnuðarins David Ferreira sem fyrirsæturnar klæðast hér, ekki hugsuð sem götutíska heldur öllu fremur skúlptúr. VFiles er viðburður í upphafi tískuvikunnar þar sem jaðarhönnuðir sýna hversu langt þeir geta teygt sig í listsköpun og áttu fyrirsæturnar í mestu erfiðleikum með að hemja loðna pinnahælana, sem svo aftur olli því að sú fyrirsætan sem fór fyrir langri röð stúlkna þegar lína David Ferreira var kynnt, hrundi beint í gólfið – ekki einu sinni heldur þrisvar.

Svipmynd af súrrealískri sumarlínu VFiles / David Ferreira SS16

gallery-1441854309-img-8631

Þá er ónefnd sú staðreynd að stúlkan virtist sem steypt í níðþröngt loðpilsið og skærgulan loðjakkannn, en þegar fyrirsætan var hálfnuð út pallinn steig hún beint á loðbrúskana sem héngu niður úr svimandi háum pinnahælunum og hrundi beint á gólfið.

Stúlkan sem fór fyrir langri halarófu stöðvaði sýninguna í kuðli á gólfinu:

gallery-1441857825-img-8548

Ekki var annað að gera en að stíga beint á fætur og halda áfram, en hér má sjá ótrúlegt atvikið sem setti alla sýninguna úr skorðum og einbeittan andlitssvip stúlkunnar, sem var staðráðin í að ljúka sýningunni og gekk þannig berfætt út pallinn steinrunnin á svip.

Einbeitt á svip, berfætt á pallinum – með loðhælana í hendi:

(Myndband af atvikinu má sjá neðst í grein)

gallery-1441855723-img-8630

Það er örlítið flóknara að ganga tískupallana en virðist í fyrstu:

Model Falls in Fur StilettosThis model who fell while wearing fur stilettos at New York Fashion Week is basically you wearing your new heels (also, she handled it like a CHAMP) (video: Charles Manning)

Posted by Cosmopolitan on Thursday, September 10, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!