KVENNABLAÐIÐ

B Æ T I E F N A B O M B A: Kryddaður haust-boost með rauðrófum, möndlumjólk og kanel

Við höfum áður fjallað um undramátt rauðrófa, sem eru sneisafullar af hollum bætiefnum og eru mjög styrkjandi fyrir heilsuna. Færri vita þó að sjálfir stilkarnir sem vaxa upp af rauðrófunni og grænu blöðin eru einnig mjög holl.

Í þennan getur þú því – ef lánið er með þér – því saxað niður rauðrófustilka og notað í stað spínats eða græna kálsins í drykkinn. Ekta haustdrykkur með svalandi yfirbragði, andoxunarefnin færðu beint úr berjunum og banana má setja beint úr frysti í blandarann. (Já, það er frábært að frysta bananabirta sem eiga að fara í boost).

8822825

I N N I H A LD S E F N I:

2 þéttpakkaðir bollar af grófsöxuðum rauðrófustilkum

2 bollar ósæt möndlumjólk

2 bollar af berjum (blönduð, frosin ber eru mjög góð)

1 banani (má vera frosinn og niðursneiddur)

½ tsk malaður kanell

screenshot-shop.hempspread.com 2015-09-05 12-33-40

L E I Ð B E I N I N G A R:

Byrjið á því að setja rauðrófustilkana og möndlumjólkina í blandarann og þeytið saman þar til blandan er orðin mjúk og áferðarfalleg. Bætið nú hinum innihaldsefnunum út í blandarann og þeytið saman þar til allt er orðið jafnt áferðar. *ATH: Eins og tekið er fram í uppskrift, er mjög gott að nota frosna ávexti í blönduna, til að kæla og fríska upp drykkinn!

NJÓTIÐ VEL!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!