KVENNABLAÐIÐ

Bráðhollur bananaís fyrir þau yngstu – Uppskrift

Hér er komin alveg dásamleg uppskrift sem hentar vel í litla munna; bráðhollir bananar sem þeyttir eru saman við vanilluþykkni, kanel og sjávarsalt og bragðbættir með ferskum ávöxtum.

Þessa uppskrift má bera fram strax í lítilli skál og ekki er verra að strá ferskum kókosflögum yfir bananaþeytinginn, eða setja einfaldlega í frostpinnamót og smeygja í frysti til að framreiða seinna.

Engin aukaefni, einungis það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða og er dásamlegt fyrir yngstu kynslóðina – að ekki sé minnst á hversu notarlegt það er að naga vel kældan bananafrostpinna meðan á tanntökutímabilinu stendur!

peeled-banana

U P P S K R I F T:

3 stórir og vel þroskaðir bananar – afhýddir og smátt skornir (fara í frystinn)

½ tsk hreint vanilluþykkni (ekki vanilludropar)

½ tsk malaður kanell

Örsmá klípa af sjávarsalti

Smátt skornir ávextir (jarðarber, maukuð bláber, kókosflögur eða fræ)

breakfast-banana-400x400

L E I Ð B E I N I N G A R:

#1 – Látið bananabitana mýkjast við stofuhita í u.þ.b. fimm mínútur

#2 – Þeytið saman banana, kanel, vanilluþykkni og sjávarsalti í blandara þar til blandan er orðin mjúk og áferðarfalleg – ágætt er að þeyta í um 1 mínútu.  

#3 – Hellið í litla skál, blandið saman smátt skornum ávöxtum og berið fram undir eins – eða hellið í frostpinnamót og setjið í frysti – til að framreiða seinna sem íspinna!

Verði ykkur að góðu! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!