KVENNABLAÐIÐ

Besta leiðin til að velja hið fullkomna avókadó í grænu deildinni!

Grænir drykkir, heilsuátakið langþráða og svo matarinnkaupin. Netið úir og grúir af heilsuráðum, góður blandari í eldhúsið er orðin algjör nauðsynjavara og svo er það valið á ávöxtum og grænmeti.

Ekki bara er nauðsynlegt að kunna að raða réttu innihaldsefnunum í blandarann, spurningin er líka sú hvað á að kaupa og í hvaða röð. Sumir segja banana ómissandi í græna boostinn, meðan aðrir dásama avókadó og segja græna aldinið fæðu guðanna.

Sannarlega er sitthvað til í því, avókadó er sneisafullt af bráðhollum fitusýrum og auðugt af vítamínum, gefur græna boostinum silkimjúka áferð og er allra meina bót. En avókadó er ekki bara avókadó og þannig getur verið dálítið vandasamt að velja rétta aldinið í grænu deildinni í matvörubúðinni.

Enginn vill koma heim með fúla ávexti og lint kál og því er ekki úr vegi að leggja neðangreint á minnið; avókadó þroskast í grænu deildinni í matvöruversluninni og einfaldasta leiðin til að átta sig á því hvaða aldin er gott og hverju ætti að henda til hliðar, er að skoða litla hnúðinn. Liturinn segir til um hversu þroskað aldin er.

Góð regla sem getur sannarlega sparað sporin!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!