KVENNABLAÐIÐ

Móðir sem hvarf úr gæsapartýinu sínu verður jörðuð í brúðarkjólnum sem hún klæddist aldrei

Ruth Maguire var einungis þrítug, þriggja barna móðir. Hún fannst látin eftir að hún hafði horfið úr eigin gæsapartýi, en hún hafði drukknað í stöðuvatni skammt frá þar sem gleðin var haldin á Írlandi.

Unnisti hennar, James Griffin, skrifaði á samfélagsmiðla um ástina í lífi sínu: „Ruth var ekki bara félagi minn, hún var sálufélagi minn. Elska þig alltaf, kveðja, James og fallegu börnin þín þrjú.”

Auglýsing
Ruth, James og börnin
Ruth, James og börnin

Ekki liggur ljóst fyrir hver síðustu andartök Ruthar voru en eins og áður sagði hvarf hún úr gleðinni og fannst svo látin.

Ruth hafði ferðast til Carlingford til að fagna með vinkonum sínum en varð aðskilin hópnum þegar þær fóru af kránni og ætluðu að fara á gististaði sína. Síðar fannst hún látin, en lík hennar fannst í vatni.

missing2

Eldri systir Rutar, Rachel Wilkinson, sagði við Belfast Telegraph að Ruth hefði verið „gullfalleg manneskja sem hafði allt til að lifa fyrir” og að fjölskyldan myndi fylgja henni til grafar og myndi hún vera í brúðarkjólnum sem hún hafði ætlað að gifta sig í.

Auglýsing

Hún segir einnig að enginn vissi hvað gerst hafði, James hefði talað við Ruth um klukkan hálfátta um kvöldið og hún hafi verið glöð og ekki of drukkin.

miss44

Vinkonurnar höfðu farið á sitthvorum tímanum úr gleðinni og telur fjölskyldan að Ruth hafi farið út um rangar dyr á kránni og ekki vitað hvert hún ætti að fara.

Hvarf hennar var tilkynnt á sunnudeginum, daginn eftir, en síðast sást til hennar um 23:30 á laugardagskvöldinu. Vinkonurnar áttuðu sig á að hún var horfin þegar þær ætluðu að sækja hana á gististaðinn. Þær fóru út að leita hennar en engar vísbendingar voru til staðar. Slökkt var á símanum hennar. Svo fóru leitarflokkar af stað, bæði á sjó og á landi.

miss34

Lík hennar fannst svo í nálægu stöðuvatni, mánudaginn 18. mars. Krufning á því eftir að fara fram. Jarðarförin verður haldin sunnudaginn 24. mars.

missing3

Ruth sást í eftirlitsmyndavél þar sem hún gekk í átt að vatninu. Talið er að hún hafi sagt dyraverði að hún væri á leið heim, en þau voru í öðru þorpi. Ruth tók mynd af húsinu á móti kránni og setti á samfélagsmiðla í kringum miðnætti.

Ruth, sem var sjúkraliði, ætlaði að ganga í það heilaga með James, sem hún hafði verið í sambandi með í 12 ár í ágúst á þessu ári. Þau áttu þrjú börn, Tyler (10), Lydie (7) og Oliver (5).

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!