KVENNABLAÐIÐ

Paris Jackson er tvíkynhneigð: Leitar sér að félaga

Dóttir poppgoðsins sáluga, Paris Jackson, hefur verið á stefnumótasíðum eftir að hún hætti með sínum fyrrverandi, Michael Snoddy. Samkvæmt gulu pressunni hefur hún verið að daðra við mjög flottar bandarískar stelpur á stefnumótaappinu Raya: „Paris hefur aldrei verið feimin við kynhneigð sína, hvorki fyrr né nú og hún vill halda öllum möguleikum opnum,“ segir nafnlaus heimildarmaður við Radar. „Hún hefur ekki áhuga á gera eitthvað mikið mál úr þessu. Henni þykir það ónauðsynlegt árið 2017, en hún daðrar mikið á netinu.“

paris les

Hefur Paris verið að skrifa athugasemdir á samfélagsmiðlum, notandi orð eins og „við“ talandi um samkynhneigt fólk, til að skilgreina sig sem hluta af þess. Paris og Snoddy eru enn góðir vinir en hún er ánægð með að vera laus og liðug og samkvæmt appinu er hún að leita að einhverju hlutlausu.

Segir hún föður sinn hafa alið sig upp á mjög frjálslegan hátt í viðtali við Rolling Stone Magazine: „Ég var átta ára og ástfangin af konunni á forsíðu tímarits. Í stað þess að garga á mig, gerði hann grín að mér og sagði: „Ó, þú ert búin að ná þér í kærustu!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!