KVENNABLAÐIÐ

Með samskonar hringa! Var Paris Jackson að gifta sig?

Dóttir Michael Jacksons heitins, Paris Jackson, var hugsanlega að ganga í það heilaga. Sáust hún og kærastinn Gabriel Glenn með samskonar hringa á frumsýningu Peanut Butter Falcon í Arclight Cinemas í Hollywood þann 1. ágúst. Sýndu þau hringana á meðan þau stilltu sér upp fyrir myndatöku. Þau svöruðu þó engum spurningum um hvort þau væru gift.

gl1

Auglýsing

Paris og Gabriel eru í hljómsveitinni SoundFlowers. Þau sáust fyrst saman fyrir um ári síðan, í júní 2018, bara nokkrum dögum eftir að Paris og Cara Delevingne voru par.

Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg.

gl2

Auglýsing

Það þýðir þó ekki að ef um giftingu væri að ræða væru það gleðifréttir. Fjölskylda Parisar er allt annað en hrifin af Gabriel, enda hafa þau verið í neyslu saman.

gl3

Paris reyndi að taka sitt eigið líf og hefur farið í áfengis-og eiturlyfjameðferðir.

Parið tekur þó lítið mark á þeim áhyggjum og gera allt saman, hvort sem það eru rómantísk stefnumót, tónleikar eða frumsýningar.

gl5

Þau skrifa sæt skilaboð til hvors annars á samfélagsmiðlum og eru greinilega mjög ástfangin.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!