KVENNABLAÐIÐ

10 ár eru síðan Michael Jackson lést: Paris fer til Parísar til að minnast föður síns

Nú eru nokkrir dagar í að áratugur sé liðinn frá sviplegu fráfalli Michael Jacksons. Paris, dóttir hans er af því tilefni í Parísarborg, Frakklandi með kærastanum Gabriel Glenn og vinum sínum.

Auglýsing

Paris hefur sjálf sagt að hún sé getin í þessari ástarborg og á Instagram skrifaði hún við mynd af sér: „Sjaldgæf mynd af mér með einlægt bros því ég er svo glöð að vera í hinni borg uppruna míns.”

Þann 25 júní 2009 var heimurinn sleginn vegna fráfalls hins fimmtuga MJ. Hann hafði verið að undirbúa endurkomutónleika sína. Það vakti einnig mikinn hrylling að hann lést af völdum lyfseðilsskyldra lyfja.

Auglýsing

Þessi vika verður Paris sennilega erfið, en hún reyndi sjálfsvíg þann 16 mars síðastliðinn. Neitaði hún alfarið að hafa reynt það, en læknaskýrslur segja annað.

Heimildarmyndin Leaving Neverland hafði mikil áhrif á hana en þar segja þeir Wade Robson og James Safechuck frá níðingshætti föður hennar gagnvart þeim þegar þeir voru börn.” Í kjölfarið hafa margið snúið baki við þessari fyrrum goðsögn.

Þrátt fyrir að Paris telji að hún hafi verið getin í Parísarborg, segir fyrrum eiginkona Michaels, Debbie Rowe, að þau hafi aldrei stundað kynlíf þrátt fyrir að hafa getið með honum tvö börn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!