KVENNABLAÐIÐ

FJÓRAR fæðutegundir sem þú ættir að láta eiga sig

1. Hvítt bleikt hveiti

Þegar við notum hvítt hveiti er búið að eiga svo mikið við það að  það er heldur næringarsnautt á eftir. En það er ekki allt, því það er svo að endingu hvíttað/bleikt með svokölluðu kemísku klórgasi (e. Chlorine gas) Margir halda því fram að hveiti unnið á þennan hátt valdi óþoli, þembu og þyngdaraukningu, sé slæmt fyrir blóðsykurinn og betra sé því að sleppa því að borða það. (heimild)

bigstock-Flour-969252

2. Örbylgju Poppkorn

Allir elska popp og það er svo auðvelt að poppa bara í örbylgjunni. EN…innan í pokunum sem geyma örbylgjupoppið er samkvæmt Wikipediu efni sem heitir perfluorooctanoic sýra ( e. PFOA)  þetta er sama efnið og varað hefur verið við í Teflon-pönnum t.d og rannsóknir benda til þess að geti valdi ófrjósemi hjá konum og auki líkur á krabbameini í lifur og nýrum. Lesið meira um þetta á www.cancer.org

 

bigstock-Microwave-popcorn-25540439

3. Unnar kjötvörur

Elskarðu pylsur, spægipylsu og hráskinu? Ný rannsókn sýnir að unnar kjötvörur valda aukinni hættu á hjartasjúkdómum og sykursýki. Ef fólk neytir fimmtíu gramma af unninni kjötvöru á dag, sem samsvarar einni pylsu eða tveimur beikon sneiðum eykur það mjög líkur á alvarlegum sjúkdómum þetta eru niðurstöður nýrra rannsóknar vísindamanna við Harvard háskólann, þar sem bornar voru saman niðurstöður 20 rannsókna á matarræði sem náðu til einnar milljónar manna í tíu þjóðlöndum. (heimild)

bigstock-Italian-prosciutto-cured-pork-47086465

4. Eldislax

Mikið hlutfall af laxi sem seldur er á Íslandi er eldislax. Eldislaxinn lifir á fæði sem ekki er alltaf náttúrulegt og oft blandað kemískum efnum, fúkkalyfjum og efnum sem hraða vexti fisksins. „Samkvæmt norskri rannsókn  hafa þessar tegundir eiturefna sem hafa fundist í eldislaxi  neikvæð áhrif á þróun heilans og eru tengd einhverfu og lægri greindarvísitölu. Það er einnig vitað að þau geta haft áhrif á önnur líffæri og kerfi í líkamanum eins og ónæmiskerfið og efnaskipti.“ (heimild)

bigstock-Pink-Salmon-37552435

5. Mjólk

Fullorðið fólk hefur ekkert við mjólkurdrykkju að gera. Mjólk er fyrir kálfa. Prófaðu að taka mjólkurvörubindindi í 2-4 vikur og þá meinum við að sleppa ÖLLUM mjólkurvörum og sjáðu hvað gerist.

Hættirðu að vera með hornös?

Hættirðu að þurfa að snýta þér í tíma og ótíma?

Verður húðin hreinni?

Hættirðu að prumpa eins og trukkur?

Losnarðu við kláða á fótleggjum?

Hættirðu að ropa eins og gæs?

Hættir þér að líða eins og þú sért að springa?

Verða hægðirnar eðlilegri?

Lagastu af exeminu?

Öðlastu meiri orku?

Þetta er hlutir sem þú ættir að taka eftir ef þú sleppir mjólkurvörum ALVEG í þennan tiltekna tíma. Prófaðu svo að byrja á mjólkurvöruátinu aftur og sjáðu hvað gerist?  Láta einkennin sem þú losnaðir við –aftur á sér kræla?

(Þetta er NO–BRAINER, gefðu sjálfri þér séns og prófaðu!!!) Þú munt komast að því að líf án mjólkurvara er betra líf.

milk-5

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!