KVENNABLAÐIÐ

Angelina hefur engan áhuga á að börnin hennar kynnist Kardashian klaninu

Brad Pitt, fyrrverandi hennar Angelinu Jolie og barnsfaðir, hefur verið að nudda nefjum við Kanye West, eiginmann Kim Kardashian og fara í kirkjuna til hans. Þetta líst Angie mjög illa á og hefur gert Brad það fyllilega ljóst að hann eigi að halda sig frá rapparanum – annars geti það komið niður á umgengni hans við börnin.

Auglýsing

„Angelina þolir ekki Kardashian klanið og hefur engan áhuga á að börnin komi nálægt þeim, og hún hefur sagt það við Brad,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar: „Hún hefur í raun gefið honum afarkosti: Kanye eða krakkarnir.“

Brad hefur mætt í sunnudagsseremóníur Kanyes undanfarnar vikur en þær eru fjölsóttar af stjörnunum. Hann hefur notið þess og talað vel um þær: „Þetta er alger fögnuður, á lífi og fólki,“ sagði Pitt við ET. „Þetta er mjög indælt, í alvöru. Kanye er að gera eitthvað mjög sérstakt þarna.“

Auglýsing

Það mun þó ekki standa lengi yfir, fái Angie að ráða: „Hún hreinlega þolir þau ekki, skoðanir þeirra og lífsstíl,“ endar heimildarmaðurinn á að segja.

Eftir skilnað Brangelinu fékk Brad ekki að hafa börnin langtímum saman. Síðan þá hefur hann fagnað hverjum hittingi og ausið þau gjöfum og unnið upp glataðan tíma.

„Brad má auðvitað hitta þann sem hann vill. En Angie veit að hún hefur tangarhald á honum og getur gert honum mjög erfitt fyrir ef hann heldur áfram að hitta Kanye“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!