KVENNABLAÐIÐ

Móðir brúðarinnar lést að morgni brúðkaupsdags hennar

Brúður hefur tjáð erfiða reynslu en móðir hennar lést að morgni brúðkaupsdagsins, þrátt fyrir að brúðkaupinu hafi verið flýtt til að hún gæti mætt.

Nell Cordukes hafði skipulagt stóra daginn á þremur mánuðum til að fullvissa sig um að móðir hennar, Becky Best (56) gæti verið viðstödd, en hún var greind með banvænt heilaæxli.

Auglýsing

Eftir að Becky fór versnandi ákvað Nell (24) að flýta brúðkaupinu. Hún ræðir við blaðamenn Mirror og segir: „Þetta var mjög erfitt. Við komum út úr kirkjunni að reyna okkar besta að halda haus. Við fengum hamingjuóskir í bland við samúðaróskir.”

Fjölskyldn
Fjölskyldn

Brúðkaupsveislan reyndist þeim erfið einnig: „Við dönsuðum fyrsta dansinn sem var erfitt en ég hugsaði, ég get staðið hérna og grátið eða reynt að skemmta mér. Sem er það sem hún vildi að við gerðum, hún vildi að við myndum fagna. Þú ert þarna sakbitinn, en þú veist að það væri það sem hún vildi.”
Veðurguðirnir voru með þeim í liði: „Alveg ótrúlegt en það var glampandi sól eftir að hafa verið rigning í þrjár vikur. Það var eins og tákn frá mömmu. Við gátum haldið þetta út allan daginn, það var erfitt á köflum en við þraukuðum þetta.”

beck

Nell og unnusti hennar Matt höfðu skipulagt draumabrúðkaupið aðeins þremur mánuðum eftir að Becky greindist í júní.

Becky kvaddi þennan heim þann 2. október og aðeins tveimur klukkustundum síðar átti Nell að mæta í kirkjuna.

Nú er fjölskyldan að safna fyrir góðgerðastofnunina Brain Tumour Charity á fjáröflunarsíðunni GoFundMe en Becky var lögð til hinstu hvílu þann 15 október.

morg10

Nell segir: „Helgina áður en brúðkaupið átti að fara fram, vissum við að hún var að reyna að vera brött. Hún var veikburða, á þann hátt hún gat ekki talað, borðað eða drukkið en hún gat samt heyrt í okkur. Ég svaf í herberginu hennar og alltaf þegar ég fór út úr herberginu sagði ég bless, þó ég færi bara í tvær mínútur. Nóttina fyrir brúðkaupið ákvað ég og systir mín Camille að gista hjá mömmu í stað þess að vera í salnum þar sem brúðkaupið fór fram. Eg vaknaði klukkan fimm og sat með henni eins lengi og ég gat. Ég sagði við hana: „Ég er að far að gifta mig, það er allt í lagi að þú farir áður en ég fer um sjöleytið, Camille verður hjá þér. Svo um níuleytið fékk ég símtalið, hún hafði kvatt þennan heim. Ég held hún hafi bara verið að bíða.”

Auglýsing

morg23

Fjölskyldan hafði áður ákveðið að halda brúðkaupið þó Becky myndi kveðja sama dag. Nell segir: „Við höfðum rætt hvað myndi gerast ef hún kæmist ekki, eða myndi skilja við þennan dag, en auðvitað grunaði okkur ekki að það myndi gerast. En auðvitað ræddum við þetta. Það var aldrei í spilunum að hætta við. Það var mamma sem hefði viljað að við myndum halda brúðkaupið.”

Í fyrstu höfðu þau vonast til að Becky hefði getað mætt, en hún veiktist alvarlega vikunum áður. Nell og systir hennar Camille ákváðu að hafa móður sína með í undirbúningnum.

Stóllinn með myndinni var á stólnum alla athöfnina
Stóllinn með myndinni var á stólnum alla athöfnina

„Við Matt höfum verið saman í sex ár og í byrjun árs trúlofuðum við okkur. Mamma varð veik í júní en það var ekki fyrr en í júlí að við vissum hvers kyns æxlið var. Við höfðum vonað að hún myndi ná jólunum en það var ekki séns. Mamma náði að sjá brúðarkjólinn minn og við spiluðum fyrir hana tónlistina í brúðkaupinu. Systir mín las fyrir hana ræðuna sem hún ætlaði að halda áður en hún fór þennan morgun. Við reyndum að hafa hana með eins og hægt var. Það var okkur mikilvægt.”

Brúðarvöndurinn
Brúðarvöndurinn

Á stóra deginum var Becky heiðruð. Nell bar hálsmen sem hún hafði keypt fyrir móður sína að gjöf og bar giftingarhring hennar í blómvendinum. Innrömmuð mynd af móður hennar og dóttur var á stól í móttökunni.

Fjáröflun fjölskyldunnar skiptir þau miklu. Nell segir: „Það lét mig átta mig á að lífið er í lagi, og svo allt í einu er það það ekki. Það er mikilvægt að gera þá hluti sem þú vilt gera. Ég vil hjálpa mörgum í framtíðinni þar sem við fengum mikla hjálp með mömmu. Ég vil geta gert það fyrir aðra og skipt máli. Lífið er of stutt til að að bara vera, þú þarft að lifa.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!