KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaðir KLEINUHRINGIR með VANILLUFRÆJUM og heimagerðum GLASSÚR

Talandi um kleinuhringi og ástríðu íslensku þjóðarinnar á glassúrhúðuðu góðgæti! 

Stundum er svo skemmtilegt að garfa í eldhúsinu, setja á sig svuntuna og venda kvæði sínu í kross, baka kleinuhringi af guðs náð og bera á borð með heimalöguðum glassúr. Í þessa kleinuhringi, sem bakaðir eru frá grunni í þar til gerðu kleinuhringjaformi, fara vanillufræ sem má jafnvel skipta út fyrir kanel, negul, austurlenska kryddblöndu, lavenderfræ, möndluþykkni og svona má lengi áfram telja.

vanilla-bean-doughnuts4+srgb.

UPPSKRIFT:

6 dl hveiti

1 ½ tsk lyftiduft

¼ tsk matarsódi

¾ tsk salt

½ dl bráðið smjör

½ dl jurtaolía

2 dl strásykur

2 stór egg

2 msk vanilluþykkni

2 ½ dl nýmjólk

Mjúkt smjör (til að smyrja bökunarmótið)

Glassúr:

3 ½ dl flórsykur

3 msk ósaltað, brætt smjör

1 tsk vanilluþykkni / 1 tsk vanillufræ

2 – 3 msk mjólk

Matarlitur og glassúskraut að eigin vali

vanilla-bean-doughnuts5-edit+text.

Leiðbeiningar:

Forhitaðu ofninn í 220 gráður. Uppskriftin hér að ofan nægir til að gera 14 kleinuhringi sem fara í þar til gerð kleinuhringjamót. Byrjaðu á því að blanda þurrefnunum saman í skál og leggðu skálina svo til hliðar. Blandaðu saman bráðnu smjöri, jurtaolíu, sykri og vanillufræjum í aðra skál og þeyttu saman með handþeytara. Taktu nú fram þriðju skálina, bættu einu eggi út í blönduna í einu og þeyttu vanilluþykknið saman við eggin með handþeytara. Blandið að lokum mjólkinni saman við þurrefnablönduna, hrærið eggjablönduna saman við smjörþeytinginn í hinni skálinni og hrærið varlega saman við þurrefnablönduna þar til blandan er orðin áferðarfalleg, mjúk og laus við kekki.

Þegar kleinuhringjadeigið er komið í kleinuhringjaformin ætti að baka hvert form í 7 til 8 mínútur inni í ofni – einnig er hægt að stinga tannstöngli niður í deigið til að sjá hvort kleinuhringirnir eru nægilega vel bakaðir.  Ágætt er að láta kleinuhringina kólna örlítið í forminu og hvolfa á vírgrind stuttu eftir að mótið hefur verið tekið úr ofninum og dýfa strax ofan í glassúr og strá glassúrskrauti að eigin vali ofan á glassúrinn, sem harðnar við stofuhita á innan við klukkutíma.

vanilla-bean-doughnuts+text.

Svona berðu þig að við glassúrgerðina:

Taktu fram grunna skál með flötum botni og hrærðu saman flórsykur, bráðið smjör, vanilluþykkni og salt og hrærðu hægt og rólega saman við uppgefið magn af mjólk, þar til glassúrinn er orðinn kekkjalaus og áferðarfallegur. Bættu einum eða tveimur dropum af matarlit út í glassúrinn ef þú vilt. Hitaðu blönduna í örbylgjuofni í 6 – 10 sekúndur á fullum hita og hrærðu varlega í blöndunni þegar skálin er tekin út – þetta er hægt að endurtaka ef glassúrinn fer að storkna áður en kleinuhringirnir eru tilbúnir.

Uppskrift & Myndir: Héðan

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!