KVENNABLAÐIÐ

Sjúklega góð kjúklingalæri með hunangsleginni kryddblöndu

Það er alltaf gaman að prófa nýjar kryddblöndur á kjúklingalæri. Þessi er skotheld og svo rosalega góð.

þetta þarftu:

  • 3 matskeiðar gróft sinnep
  • 2 matskeiðar hunang
  • 2 teskeiðar smátt skorið timían
  • ½ teskeið salt
  • 6 beinlaus kjúklingalæri

honey-mustard-chicken-thighs-040

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn á 180. Leggðu smjörpappír á bökunarplötu.
  2.  Hrærðu saman hunang, sinnep, timían og salt í skál og veltu kjúklingalærunum upp úr blöndunni. Raðaðu þeim svo snyrtilega á plötuna.
  3. Brúnaðu lærin í ofninum í 40-50 mínútur þar til þau eru orðin gullin að sjá.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!