KVENNABLAÐIÐ

Einfaldur og fljótlegur appelsínu kjúklingur

Hráefni:

  • 1 1/2 dl ferskur appelsínusafi og 2 tsk rifinn appelsínubörkur
  • 3 msk sojasósa
  • 1/2-1 tsk chilli-hvítlauksmauk
  • 2 msk púðursykur
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 msk hrísgrjónaedik
  • 1/2 dl vatn
  • 1 1/2 msk maíssterkja
  • 500-700 gr kjúklingabringur, skornar í bita
  • 1 tsk salt
  • 2 msk ólívuolía

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið kjúklingabitana í skál ásamt ólívuolíu og salti. Dreifið úr kjúklingnum á ofnplötuna og bakið í 20 mín.

2. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er sósan útbúin. Blandið saman vatni og maíssterkju í skál. Hellið þessu næst í lítinn pott og hitið ásamt öllum hinum hráefnunum. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í 3-5 mín eða þar til sósan fer að þykkna.

3. Þegar kjúklingurinn kemur úr ofninum er sósunni hellt yfir. Berið fram með hrísgrjónum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!