KVENNABLAÐIÐ

Linsoðin EGG og ASPAS-riddarar

Þessi morgunverður er einfaldur og alveg svakalega hollur og góður. Núna fæst aspas í flestum matvöruverslunum og veldu aspas sem er stinnur og fallega grænn. Setjið eggin í lítinn skaftpott og hellið köldu vatni yfir svo að fljóti yfir eggin. Látið suðuna koma upp og látið síðan malla í 3-4 mínútur til að eggin séu linsoðin.

imgres

Á meðan eggin sjóða skerðu eða brjóttu endann af og steiktu aspasinn í ólífuolíu í 3-5 mínútur.  Berðu eggin fram í fallegum eggjabikar, skerðu hattinn af egginu og stingdu nokkrum aspas-riddurum ofan í. Það er gott að hafa smávegis ristað brauð með til að dýfa í eggjarauðuna sem eftir er…

Sumarlegt, hollt og gott!

1492_1_1432023831_lrg

Tillaga frá Jamie Oliver.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!