KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaður aspas með parmesan og mozzarella

Auglýsing

Hráefni:

  • 450 gr ferskur aspas
  • 3 msk ólívuolía
  • 1 1/2 msk hvítlaukur rifinn niður
  • salt & pipar eftir smekk
  • 2 dl rifinn mozzarella
  • 1/2 dl rifinn parmesan

Aðferð:

1. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og raðið aspasnum í þéttri röð á plötuna.

2. Hrærið olíu og hvítlauk saman í skál. Hellið blöndunni jafnt yfir aspasinn. Kryddið með salti og pipar. Bakið við 200 gráður í 15 mín eða þar til aspasinn er orðinn aðeins mjúkur.

3. Takið úr ofninum og dreifið báðum ostunum jafn yfir aspasinn. Setjið aftur inn í ofn í 2-3 mín eða þar til osturinn er alveg bráðinn. Stillið þá ofninn á grill í smástund eða þar til osturinn er farinn að gyllast. Berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!