KVENNABLAÐIÐ

Bakaður aspas með furuhnetum, parmaskinku og parmesan

Auglýsing

Hráefni:

  • Ferskur aspas
  • 2 msk ólívuolía
  • 4 sneiðar af parmaskinku, skornar niður
  • 1/2 dl rifinn parmesanostur
  • 2 msk furuhnetur
  • salt og pipar
  • ferskur sítrónusafi ( má sleppa )

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Raðið aspasinum á plötuna og setjið ólívuolíu yfir ásamt salti og pipar.

2. Dreifið næst parmaskinkunni, furuhnetunum og parmesanostinum yfir. Bakið þetta í um 10-15 mín eða þar til parmaskinkan er orðin stökk og aspasinn er farinn að mýkjast. Gott er að kreista sítrónusafa yfir þetta áður en þetta er borið fram.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!