KVENNABLAÐIÐ

Börn, heimilisstörf og ábyrgð

Heimilum fylgja alls konar störf og skyldur, sum skemmtileg og leiðinleg, eins og við sem eldri erum þekkjum. En hvenær hafa börn aldur til að taka þátt og í hvaða störfum? Það er gott fyrir börn að fá ákveðnar skyldur og verkefni, slíkt kennir þeim að taka ábyrgð, klára verkefni og þeim finnst þau hluti af fjölskyldunni og heimilinu. Hér eiga við bæði verkefni sem snúa að þeim sjálfum og heimilinu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur verkefni og aldurinn þegar barn ætti að ráða við verkefnið, en hafa skal í huga að ávallt skal miða við hvert og eitt barn þar sem þau þroskast mishratt. Mikilvægt er líka að bjóða fram aðstoð þegar þarf og gera ráð fyrir mistökum. Einnig er ekki gott að nota neikvæðar setningar eins og „Þú átt að gera þetta“ heldur að leyfa barninu að njóta þess að fá verkefni og ráða við það.

Yngstu börnin:
-velja leikföng til að leika með
-velja bók sem fullorðinn les fyrir barnið
-þurrka upp eftir sig þegar þau hella niður (ná í tusku eða eldhúsrúllu og þurrka upp)
-borða sjálf um leið og þau geta haldið á skeið, gaffli og/eða glasi

3-5 ára (plús ofangreint):
-velja föt til að fara í (með aðstoð fullorðinna með tilliti til veðurs og árstíða)
-skreyta eigið herbergi, hvaða myndir fara á veggi og annað þess háttar
-hvern þau vilja leika við

6-9 ára (plús ofangreint):
-ganga frá eigin diski og áhöldum eftir mat
-gera skólatöskuna tilbúna
-hvaða íþrótt eða tómstundum þau vilja taka þátt í
-að taka til einfaldan mat, til dæmis þegar þau koma heim eftir skóla
-taka þátt í fjölskylduviðburðum eins og fjáröflunarsölu vegna tómstunda, kaffisölu í skólanum eða slíkt

10-12 ára (plús ofangreint):
-taka til skólanesti
-sjá um eigin umhirðu: hár, neglur og svo framvegis
-vera ein/n heima í ákveðinn tíma á dag

13-15 ára (plús ofangreint):
-vakna sjálf á morgnana
-sjá um eigin þvott
-fara í bíó með vinum
-safna vasapening með barnapössun
-ráða sjálf í hvað þau eyða eigin peningum

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi – Prófaðu frítt í 7 daga

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!