KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaðar ‘Spicy’ kjúklingalundir

Auglýsing

Hráefni:

  • 450 gr kjúklingalundir
  • 5 hvítlauksgeirar saxaðir niður
  • 2 msk Sriracha sósa
  • engiferbútur, rifinn niður
  • 4 msk ólívuolía
  • 2 msk sojasósa
  • 2 msk eplaedik
  • safinn úr 1 límónu
  • 1 msk sykur
  • ferskt kóríander, til skrauts

Aðferð:

1. Blandið hráefnunum saman í skál og blandið vel. Leyfið kjúklingnum að standa í marineringunni í að minnsta kosti 1 klst inni í ísskáp. Takið kjúklinginn út 15 mín áður en þið byrjið að elda.

2. Hitið ofninn í 200 gráður.

3. Raðið kjúklingnum í eldfast mót og hellið parti af marineringunni yfir hann. Bakið þetta í 25-30 mín. Á meðan er afgangurinn af marineringunni hitaður í litlum potti og borin fram með kjúklingnum þegar hann kemur úr ofninum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!