KVENNABLAÐIÐ

Stökkar ofnbakaðar kartöflur með hvítlauk og parmesan

Hráefni:

  • 4 msk smjör
  • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 3 msk saxaður graslaukur
  • svartur pipar og sjávarsalt eftir smekk
  • 2 msk rifinn parmesan
  • 500 gr litlar kartöflur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Bræðið smjör í potti og bætið hvítlauk, graslauk, svörtum pipar, salti og 1 msk parmesan saman við og blandið vel saman.

2. Setjið kartöflurnar í stóra skál og hellið smjör-blöndunni yfir. Blandið þessu vel saman og hellið næst kartöflunum yfir í eldfast mót. Setjið álpappír yfir og bakið í 30 mín.

3. Takið álpappírinn af síðustu 10 mínúturnar. Takið úr ofninum, dreifið 1 msk parmesan yfir og kryddið til með salti og pipar eftir smekk. Berið fram strax.