KVENNABLAÐIÐ

10 æsandi KAFFIDRYKKIR til að SPÆSA upp lífið!

Kaffi…við eigum mörg í ástarhaturs-sambandi við drykkinn kaffi. Besti vinurinn á morgnanna og stundum leiðinlegur vanadrykkur yfir daginn. Hér eru nokkrar frábærar leiðir til að breyta út af vananum og margar góðar ábendingar fyrir þá sem eru hættir í mjólkinni eða hreinlega þola hana ekki vegna óþols. Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt? Hér eru 10 kaffidrykkir og sumir þeirra munu koma verulega á óvart

1. Kardimommur – Þetta kemur á óvart en kardimommur gefa kaffinu exótískt bragð. Hvað er betra en kaffibolli með mið-austurlenskum áhrifum. Kardimommur eru notaðar í indverskum lækningum og þegar þeim er bætt í kaffi þá draga þær víst úr neikvæðum áhrifum koffíns. Þú getur hvort sem er sáldrað kryddinu yfir svart kaffið eða malað kardimommufræin með kaffibaununum.

coffee-and-green-cardamom

2. Salt – Ofurlítið salt dregur fram bragð kaffisins og dregur úr beiskju.

sea-salt-powerful-remedy-that-cures-many-diseases1-600x400

3. Kanill – Frábær fyrir þá sem eru að venja sig af mjólkur-og sykurneyslu og er afbragð til að setja í kaffið og gefur ótrúlega gott bragð. Kanill í hófi er líka talinn heilsusamlegur og styrkir ónæmiskerfið. Það má sáldra kanil yfir kaffið eða nota kanilstöng til að hræra vel í sjóðandi heitu kaffinu.

Sparnaðarpæjurnar eru með þetta!
Sparnaðarpæjurnar eru með þetta!

4. Smjör – HALLÓ! Við höfum áður fjallað um að setja smjör í kaffið en margir telja að smjör í kaffið gefi aukna orku og úthald og því fyrirtaks leið til að starta deginum. Bara smávegis smjörklípa í kaffið getur komið í stað morgunmats ef þú ert að flýta þér alveg rosalega …

Lesið meira um sjörkaffi hér
Lesið meira um sjörkaffi hér

5. Áfengi –  Það hefur lengi verið notað í ýmsa kaffidrykki og allir kannast við írskt kaffi (e. Irish coffee). Við mælum ekki með því að sötra áfengisbragðbætt kaffi allan daginn…en það má vel sletta smávegis út í kaffið þegar kalt er og kvölda tekur. Baileys, Viský, Grand Marnier koma til greina og margar aðrar tegundir auðvitað.

Í stað rjóma má nota möndlumjólk eða kókosmjólk!
Í stað rjóma má nota möndlumjólk eða kókosmjólk!

6. Vanilla – Ef þú er vön/vanur að drekka sykrað kaffi kemur vanilla að góðum notum –bæði dropar og ekta vanillustöng. Prófið líka möndludropa…það er líka ferlega gott.

Er ást í bollanum?
Er ást í bollanum?

7. Kókosmjólk – Frábær staðgengill fyrir mjólk. Kókos-mjólkur-latte með kanelstöng er þess virði að prófa!

Kóksmjólkur espresso með límónuberki!
Kóksmjólkur espresso með límónuberki!

8. Ís – Vanillu-og súkkulaðiís er hryllilega gott í kaffið og frábær eftirréttur. Súpereinfalt. Það er geggjað að bjóða upp á vel sterkan espresso í fallegum bolla með smávegis af ís og rifnu svörtu súkkulaði!

8e763070f3a5815f3c533e7e62b3813c
Góður eftirréttur fyrir kaffielskendur

9. Möndlumjólk – Þessi mjólk má líka nota í kaffið og er alveg ferlega góð. Best er hún heimalögðuð. Einn bolli möndlur hýðslausar sem hafa legið í bleyti í einn sólarhring og einn bolli vatn. Sett í matvinnsluvélina og hún látin hamast. Þykkt eins og rjómi og sjúklega gott í kaffið.

Uppskriftin er fengin héðan.
Uppskriftin er fengin héðan.

10. Egg – Já, það má nota hrærð hrá egg í kaffið í stað mjólkur þó það hljómi … eh… svolítið undarlega…en afhverju ekki að prófa? Aðferðin er víst frá frændum okkar Norðmönnum. Heia Norge!

Njótið lífsins og prófið ykkur áfram með kaffið! Lífið er of stutt til að festast í viðjum vanans! Ekki gleyma að lesa um vinsælasta kaffidrykkinn í Hollywood.

Mynd af Buzzfeed.
Mynd af Buzzfeed.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!