KVENNABLAÐIÐ

Heimskulegt veðmál kostaði mann lífið

42 ára maður andaðist eftir að hafa veðjað við vin sinn að hann gæti borðað 50 soðin egg í einu. Mánudaginn 3. nóvember síðastliðinn fóru Subhash Yadav (42) og vinur hans út að borða á Bibiganj markaðnum í Jaunpur, Indlandi. Þeir fóru að rífast og Yadav endaði á að veðja við vin sinn um 2000 rúpíur (um 3500 ISK) að hann gæti borðað 50 soðin egg á staðnum. Vinurinn tók veðmálinu þannig þeir keyptu 50 egg frá eggsala á markaðnum og Yadav hóf átið.

Auglýsing

Í fyrstu gekk allt vel og Yadav borðaði hvert eggið á fætur öðru og var snöggur að því. Þegar hann setti egg númer 42. í munninn féll hann um koll meðvitundarlaus.

Auglýsing

Brunað var með Subhash Yadav á spítalann en læknar gátu ekki komið honum aftur til meðvitundar. Var hann svo úrskurðaður látinn. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp en læknar segja að ofáti sé um að kenna.

Þetta minnir á fræga eggja-át-senu í Hollywoodmyndinni „Cool Hand Luke” frá 1967 með Paul Newman. Þessi áskorun er mun alvarlegri en fólk áttar sig á. Þó eggin séu lítil taka þau mun meira pláss í maganum en fólk áætlar og oft með afskaplega miklum óþægindum.

Árið 2013 rataði svipað mál í fréttirnar en þar tók Sharon „Big Shaz” Dixon þátt í páskaeggja-átkeppni í Grimsby í Bretlandi. Hún gleypti eitt egg of snemma og svelgdist á. Ekki var hægt að bjarga henni.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!