KVENNABLAÐIÐ

Á GRILLIÐ: Kjúklingabringur í sítrónu, timían og hvítlaukspartýi!

 • 4 beinlausar kjúklingabringur
 • 1 ½ tsk salt
 • 1 tsk svartur pipar
 • 2 matsk smátt skorið timían
 • 4 hvítlauksrif marin í hvítlaukspressu
 • 2 sítrónur
 • 2 matsk ólífuolía og meira ef þurfa þykir
 •  rifin basilikku-eða mintulauf að vild

Svona ferðu að:

 1. Setjið bringurnar á plastfilmu á borði eða bretti og leggið plastfilmu yfir þær. Notið kökukefli til að fletja bringurnar út þar til þær eru um það bil 1 sentimetri að þykkt.
 2. Leggið bringurnar í skál og setjið salt, pipar, timían, hvítlauk og rifin sítrónubörk og safa úr einni sítrónu saman við. Þá næst setjið þið ólífuolíuna. Blandið öllu vel saman og kælið í 1-2 tíma. Takið kjúklingabringurnar úr kæli þegar þið kveikið á grillinu.
 3. Hitið grillið á hæsta styrk. Þegar það er orðið vel heitt burstið þá grillið með smávegis af ólífuolíu. Leggið bringurnar á rjúkandi grillið og grillið þar til þær eru vel brúnaðar eða um 3-5 mínútur. Snúið við og eldið í 3-5 mínútur til viðbótar.
 4. Setjið steiktu bringurnar á disk og kreistið smávegis af sítrónusafa yfir, smávegis ólífuolíu og ferska kryddið.

Einfalt, hollt og rosalega gott!

Uppskrift og mynd NYTIMES

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!