KVENNABLAÐIÐ

Ekki henda fersku kryddi: Búðu til kryddsmjör!

Maður er alltaf að kaupa fersk krydd en svo verður alltaf afgangur sem maður setur í ísskápinn eða út í glugga og hvað gerist svo…það gleymist og verður ónothæft EÐA það bara deyr…

En við stingum upp á að þið búið til ykkar eigið kryddsmjör sem má svo nota á brauð, soðnar kartöflur, á fiskinn á kjötið, yfir steikta grænmetið….og auðvitað geyma það í kælinum í litlum krukkum. Af því að við ELSKUM krukkur.

16938399741_c172a2f184_b

OK, hvað áttu til í ísskápnum?  Ef þú átt steinselju og hvítlauk þá geturðu búið til dásamlegt hvítlaukssmjör og setur auðvitað saman við smávegs salt og pipar. Þú fikrar þig áfram með magnið af hvítlauk og steinselju en það borgar sig að hafa ekki hvítlaukinn of yfirþyrmandi.

Parsly1

Steinselju og hvítlaukssmjör

1 hvítlauksrif

100 gr af smjöri

hellingur af steinselju

salt og pipar

Allt í matvinnsluvélina og þeytt saman stutta stund. Í KRUKKU og inn í skáp. Geggjað með bökuðum kartöflum, lambi, á humarinn eða á pönnusteikt eggaldin…

imgres

Kóríander og Límónusmjör

Rífðu börkinn niður á rifjárni af einni límónu

100 gr smjör

hellingur af kóríander

salt og pipar

Allt í matvinnsluvélina og þeytt saman stutta stund. Í KRUKKU og inn í skáp. Gott með steiktu grænmeti, brætt ofan á núðlusalat, á ristaða brauðsneið með kotasælu, á grillaða maísstöngla…

imgres-1

Myntu og sítrónusmjör

Rífðu börkinn af einni sítrónu niður á rifjárni

100 gr smjör

hellingur af ferskry myntu

salt og pipar

Allt í matvinnsluvélina og þeytt saman stutta stund. Í KRUKKU og inn í skáp. Þetta er sjúklegt á soðnar kartöflur bornar fram með grænu salati, sumir elska myntu ofan á lambasteikina…

timian1

Timían og hunangssmjör

Hellingur af fersku timían lauf tekin af stönglinum

100 gr. smjör

1 kúfuð mtsk hunang

salt og pipar

Allt í matvinnsluvélina og þeytt saman stutta stund. Í KRUKKU og inn í skáp. Gott í bakstur Já! ef þú bakar morgunverðarbollur eða horn þá er geggjaðr að fylla deigið með smávegis af þessu yndislega góða smjöri. þetta er geðveikt ofan á ristað brauð og setja ofan á hvít-mygluost…

Þarna sjáiði að möguleikarnir eru endalausir og nú er engin ástæða til að henda kryddunum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!