KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaðar stökkar kartöflur með hvítlauk og parmesan

Auglýsing
  • 1 poki kartöflur, skornar í fernt
  • 60 ml ólívuolía
  • 6 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • Salt og svartur pipar
  • 1 msk ítalskt krydd
  • 2 dl rifinn parmesan
  • 1 dl smjör
  • fersk steinselja söxuð

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Forsjóðið kartöflubitana í 5-8 mín.

3. Takið stóra skál og blandið saman ólívuolíu, hvítlauk, salti, ítölsku kryddi, pipar og parmesan. Setjið kartöflurnar í skálina og blandið þessu vel saman.

4. Dreifið úr þeim á ofnplötuna og bakið í ofninum í 25 mín. Gott er að snúa þeim við með spaða þegar eldunartíminn er hálfnaður.

5. Á meðan kartöflurnar eru í ofninum er smjörið brætt í litlum potti (eða í örbylgjuofni) og steinseljan síðan hrærð saman við smjörið.

6. Takið kartöflurnar í skál eða fat og hellið smjörinu yfir. Berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!