KVENNABLAÐIÐ

Steiktar kartöfluskífur með klettasalati og furuhnetum

Hráefni:

  • 1 poki kartöflur
  • 1 handfylli ferskt klettasalat saxað gróft niður
  • 4 msk extra virgin ólívuolía
  • 2 msk hrísgrjónaedik
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1/2 dl ferskur saxaður graslaukur
  • 1/2 dl ferskt saxað óreganó
  • 1½ tsk sjávarsalt
  • ½ tsk svartur pipar
  • 1/2 dl ristaðar furuhnetur

Aðferð:

1. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar. Setjið vatn í stóran pott og ásamt salti. Sjóðið kartöflusneiðarnar í 5-8 mín eða þar til þær fara að mýkjast.

2. Hellið vatninu af kartöflunum. Gott er að hella köldu vatni á þær svo þær hætti að eldast. Þegar þær hafa kólnað eru þær settar í stóra skál ásamt 1-2 msk af ólívuolíu, salti og pipar.

3. Hitið stóra pönnu og steikið kartöflusneiðarnar þar til þær verða fallega gylltar. Ekki hafa of margar á pönnunni í einu, gætir þurft að gera þetta í 2-3 skömmtum.

4. Á meðan kartöflurnar steikjast er hrísgrjónaedik, 2 msk ólívuolía, hvítlaukur, graslaukur, óreganó, salt og pipar sett í skál og öllu blandað vel saman.

5. Þegar kartöflurnar eru klárar fara þær í stóra skál ásamt klettasalati og kryddblöndunni hellt yfir. Toppið með furuhnetum, salti og pipar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!