KVENNABLAÐIÐ

Hvað segja stjörnumerkin um heilsu þína?

Auglýsing

Það vita kannski ekki margir að stjörnuspekin var mikið notuð hér áður fyrr til að segja til um ýmislegt. Í dag er þetta að mestu til gamans gert og margir taka með fyrirvara hvað stjörnurnar og staða himintungla segja um ástina og lífið. En í gamla daga notuðu læknar t.d. stjörnuspeki mikið til að ákvarða heilsufar fólks og hverjar líkurnar væru á ákveðnum sjúkdómum. Hvað sem okkur finnst þá er hér alla vega skemmtileg grein sem fjallar um heilsuna og stjörnumerkin.

Hrúturinn

Hrúturinn stjórnar höfði og heila og virkni heilans. Þeir eiga það til að ofhugsa allt alveg þangað til þeir fá höfuðverk, tannvandamál, verk í kjálka og jafnvel bólur á húð.

Nautið

Venus stjórnar Nautinu og stjórnar kjálkanum, hálsinum og insúlín framleiðslu. Sterkt Naut er með góða heyrn og fínar tennur en er samt viðkvæmt fyrir kvefi og flensum. Veikt Naut á það til að fá sýkingar í háls, skjaldkirtilsvandamál, hnakkastífleika, bólgna hálskirtla og eyrnabólgu – sérstaklega þegar það er áhyggjufullt og þrjóskt.

Tvíburinn

Tvíburinn er undir stjórn Merkúr sem nær yfir tvöfalda líkamsparta (hendur, fætur o.þ.h.) og öndunarfærin. Þessvegna á Tvíburinn það til að fá kvef og grípur allar inflúensur með hósta og hálsbólgu.

Ljónið

Ljónið stjórnar hjarta og blóðrás. Er í eðli sínu stjórnsamt og sjálfsöruggt svo ef það er eitthvað sem lætur því líða öðruvísi þá fær það í bakið, verk fyrir hjartað og almennt slen.

Meyjan

Meyjan stjórnar fæðuinntöku og líffærum tengdum meltingarveginum, sérstaklega maga og smáþörmum. Þær eiga það til að sjá aðeins sína hlið á málunum. Án nægrar slökunar og hvíldar þá fær Meyjan magasár, hægðatregðu, fæðuóþol og ofnæmi.

Vogin

Vogin stjórnar meltingunni og upptöku á næringarefnum. Venus stýrir Voginni og stjórnar þar nýrunum og þvagblöðrunni. Vogin elskar að hafa gaman en og mikið af gleði getur skapað vandamál hjá Voginni. Hófsemi borgar sig í mat og drykk.

Sporðdrekinn

Ef Sporðdreki er undir álagi, verður afbrýðisamur eða er með þráhyggjuhugsanir; ef neikvæðni stýrir gjörðum þeirra þá getur Plútó eyðilagt æxlunarfæri þeirra og hormónakerfi. Þá er hætta á sársaukafullum og/eða óreglulegum blæðingum, þvagfærasýkingum, blöðrubólgu og sykursýki.

Bogmaðurinn

Læri, mjaðmir og sjónin geta verið áhyggjuefni hjá Bogmanninum vegna áhrifa frá Júpiter. Heilsuvandamál eins og léleg sjón, verkir í stoðkerfi og neðarlega í baki geta angrað hann.

Steingeitin

Steingeitin stjórnar beinum líkamans og þá sérstaklega hnjánum. Steingeitin er ákveðin og metnaðarfull en þessi persónueinkenni geta einnig leitt til þrjósku sem brýst út í viðkvæmum beinum og veikum liðum.

Vatnsberinn

Vatnsberinn stjórnar höndum og fótum og getunni til að hreyfa sig. Úranus stjórnar blóðrásinni og taugaboðum hjá fólki í Vatnsberanum. Ef Vatnsberinn gefur sér ekki tíma til að anda og slaka á þá segja stjörnufræðingar að það geti leitt til gigtar, hjartavandamála, æðahnúta, bólgu í útlimum, astma og ofnæmi.

Fiskurinn

Fiskurinn stjórnar taugakerfinu og þar með taugaviðbrögðum líka. Fiskurinn á í hættu að verða fyrir vonbrigðum, því hann er með fullkomnunaráráttu. Ef þessi vonbrigði verða mikil þá gæti það orsakað fótavandamál og veikt ónæmiskerfi sem gerir þá berskjaldaða fyrir ýmsum sjúkdómum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!