KVENNABLAÐIÐ

Ketó-væn gratíneruð blómkálsmús með beikoni og sýrðum rjóma: Uppskrift

Ef þú ert á ketó/lágkolvetnafæði saknar þú eflaust kartaflanna. Kartöflumúsarinnar.  Er það ekki? Engar áhyggjur samt – við erum búin að finna uppskrift sem mun seðja þessa tilfinningu á „núll-einni!“

Smjör, sýrður rjómi, laukur, ostur og beikon – er til eitthvað betra til að seðja hungrið?

Við ætlum ekkert að dásama þetta neitt frekar, heldur koma þessari uppskrift á framfæri. Blómkál er alveg jafn mikið „comfort food“ og kartöflur. Þú færð að sjá það eftir augnablik.

Undirbúningstími er 10 mínútur. Eldunartími 10 mínútur. Hver skammtur af kolvetnum (NET carbs er 3) Semsagt kolvetnismagn þegar búið er að mínusa sykuralkóhól, trefjar og allt hitt. 

Auglýsing

ket for

Hitaeiningar í skammti: 199 kcal.

Innihaldsefni: 

Einn blómkálshaus

120 gr sýrður rjómi

1 bolli rifinn ostur (helst cheddar en við vitum hvað er erfitt að fá hann á okkar blessaða landi…)

2 sneiðar eldað beikon, mulið

2 msk laukur (púrru, vorlaukur, graslaukur….bara uppáhaldið þitt!)

3 msk smjör

1/4 tsk hvítlauksduft

Salt og pipar eins og þú óskar!

Auglýsing

ket22

Aðferð: 

Skerðu blómkálið niður í „blóm“ og settu í ílát sem þolir örbylgjuhitun. Bættu við 2 msk af vatni og settu plastfilmu yfir. Settu örbylgjuofninn af stað í 5-8 mínútur þar til kálið er soðið. Fjarlægðu auka vatn og láttu bíða í mínútu eða tvær – ANNARS geturðu líka soðið/gufusoðið kálið á hefðbundinn hátt. Það eina sem þarf að hugsa um er að fjarlægja auka vökva eftir eldunina.

Settu blómkálið í matvinnsluvél og þeyttu það. Bættu við smjöri, hvítlauksdufti og sýrðum rjóma og þeyttu, þeyttu þar til það líkist kartöflumús! Settu svo í aðra skál og bættu lauknum við…en skildu smá eftir til skrauts.

Settu helminginn af ostinum og hrærðu þessu saman í höndunum. Kryddaðu með salti & pipar.

Settu svo restina af ostinum ofan á blómkálskássuna, restina af lauknum og beikoninu. Settu svo aftur í örbylgjuofninn til að bræða ostinn eða settu á grillið í ofninum í nokkrar mínútur.

NJÓTTU!!

Fita: 17g 26%. Fjölómettuð 1g. Einómettuð 5g. Kólesteról 46mg=15%. Sodium 242mg -8%. Kolvetni 5g=2 gr. Trefjar 2gr=8%. Prótein 8gr-16%. A vítamín:61%, C vítamín 178%, járn 1%,

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!