KVENNABLAÐIÐ

Lágkolvetna súkkulaðibitakökur: Uppskrift

Þó fólk sé á ketógenísku eða lágkolvetna mataræði er engin ástæða til að neita að fóðra nammipúkann. Við erum þó ekki að tala um sykur, en finnum því bara aðra leið, ekki satt?

cchip4

Þessi uppskrift er einstaklega góð og girnileg!

Auglýsing

Þú þarft: 

2 1/2 bolla möndlumjöl

1/4 bolli valhnetur sneiddar niður

1/2 bolli ósaltað smjör

2 stór egg

1/2 bolli erythritol

1/2 bolli dökkir sykurlausir súkkulaðibitar/spænir

1/2 tsk salt

1/2 tsk matarsódi

1 tsk vanilludropar

Auglýsing

Aðferð: 

Hitaðu ofninn í 180°C

Blandaðu saman möndlumjöli, salti, matarsóda og erythritol í stórri skál.

Í annarri skál bræddu smjörið og settu vanilluna, súkkulaðibitana, eggin og hneturnar.

Blandaðu svo blautu innihaldsefnunum við þau þurru þar til deigið er orðið vel blandað.

ccip2

Svo…

Ein teskeið á plötu ætti að vera rétt stærð á kökum. Settu þær á bökunarplötu. Þú getur flatt þær út aðeins ef þarf.

Bakaðu í 8-10 mínútur, eða þar til endarnir eru gullinbrúnir. Þú þarft að hafa auga með þeim, þær geta brunnið afar snögglega!

ccip

Kældu kökurnar. Ekki er mælt með að borða þær heitar, þá geta þær molnað. Þú þarft ekki að örvænta, þú þarft bara að bíða í 10-15 mínútur :)

Úr þessari uppskrift ættirðu að fá 18 kökur. Miðað við það eru í einni köku: 178,22 hitaeiningar, 16,4 grömm fitur, 2,34 grömm kolvetni og 4,86 grömm af próteini.

Njóttu!