KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að einkaþjálfarinn Jillian Michaels er á móti ketó-mataræðinu

Sumar af stjörnunum elska ketógenískt mataræði (ketó) – mataræðið sem samanstendur af mikilli fituinntöku og fáum kolvetnum – og margir Íslendingar eru helteknir af þessa dagana. Þeir sem eru „á ketó” eins og það er kallað þýðir það að þú sviptir líkamann kolvetnum og fyllir hann þess í stað af fitu og prótíni. Markmiðið er að ná líkamanum í ketósu, þar sem þú hættir að brenna kolvetnum og brennir þess í stað fitu til að fá eldsneyti.

Auglýsing

Margir eru hrifnir af þessu því oftast þarf ekki að telja ofan í sig hitaeiningar og geta borðað það sem áður var „bannað” s.s. rautt kjöt, beikon, smjör, rjóma og osta.

Næringarráðgjafinn Ásgeir Ólafsson er einn þeirra sem er sammála Jillian Michaels, stjörnu-einkaþjálfaranum sem er ein af aðalstjörnunum í þáttunum Biggest Loser.

Auglýsing

Jillian liggur ekki á skoðunum sínum og segist vera á móti kúrnum. Kom hún fram í hlaðvarpinu #Adulting, sem grínarinn Zack Peter og Nikki Sharp sjá um. Hún sagði: „Fólk getur gagnrýnt mig eins og það vill, en aðalatriðið er að þetta eru vísindi og vísindin segja að ketó sé slæmt fyrir alhliða heilsu og vellíðan.”

Hún heldur áfram: „Ketósa er í raun neyðarástand. Þegar líkaminn er í ketósu geta frumurnar ekki virkað eins og þær eiga að gera. Þær vinna aðeins í sérstöku pH gildi. Hvaða innkirtlasérsfræðingur sem er myndi útskýra þetta fyrir þér.”
Jillian segir að þrátt fyrir að ketó hjálpi við að léttast séu aðrar leiðir betri til að brenna fitu, s.s. að borða vel ígrundaðar máltíðir með trefjum, ferskum matvælum og próteinum: „Þú getur fengið allt þetta góða með engu af þessu vonda.”
Þetta vonda sem hún talar um gæti kallast hægðatregða, andfýla, næringarskortur og [diabetic ketoacidosis.]

Michaels segir að lokum: „Þetta ræðst á lifrina á þér, skjaldkirtilinn. Þetta minnkar litningsendana, þetta er slæmt fyrir stórsameindirnar. Ég meina, fólk lyktar, en það er hægt að eiga við það!”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!