KVENNABLAÐIÐ

Albert Einstein setti eiginkonu sinni fáránlegar reglur í einkalífinu

63 árum eftir andlát Alberts Einstein er hann enn talinn einn af mikilvægustu vísindamönnum allra tíma. Í hjónalífinu naut hann þó lítillar velgengni og skal engan undra því hjónaband hans og Mileva Maric var ákaflega stormasamt.

Auglýsing

Albert fór að halda framhjá Milevu skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Mileva var einnig stærðfræðingur sem naut mikillar velgengni. Hjónin skildu eftir 11 ára sambúð.

Albert og Mileva
Albert og Mileva

Albert óskaði þess þó að þau héldu áfram að búa saman vegna barnanna þeirra tveggja, en eingöngu ef Mileva samþykkti eftirfarandi reglur sem eru með ólíkindum. Enginn veit af hverju Mileva samþykkti þessa skilmála, sem í rauninni breyttu henni í aðstoðarkonu frekar en eiginkonu:

Auglýsing

A. Þú verður að vera viss um:

  1. að fötin mín og þvottur sé í röð og reglu
  2. að ég muni fá þrjár máltíðir reglubundið inn í herbergi til mín
  3. að svefnherbergið og skrifstofan séu hrein, sérstaklega að skrifborðið mitt sé eingöngu til afnota fyrir mig.

B. Þú munt hafna öllum persónulegum samskiptum við mig, nema þau séu algerlega nauðsynleg af félagslegum ástæðum. Þú munt vera án:

  1. þess að ég sitji heima með þér
  2. þess ég fari út eða ferðist með þér

C. Þú munt hlýða eftirfarandi í samskiptum við mig:

  1. þú munt ekki búast við neinni nánd frá mér, og munt ekki nálgast mig á annan hátt
  2. þú munt hætta að tala við mig ef ég óska þess
  3. þú munt fara úr svefnherberginu eða skrifstofunni um leið og ég óska þess, án mótmæla

D. Þú munt ekki gera lítið úr mér yfir framan börnin, hvorki með orðum né hegðun.

Skal engan undra að þetta fyrirkomulag entist ekki og Mileva skildi við hann árið 1919.

Listinn var birtur í bók ævisagnaritarans Walter Isaacson, Einstein: His Life and Universe.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!