KVENNABLAÐIÐ

Konur! Hvað segir fæðingarmánuðurinn um ykkur?

Miklar líkur eru á að fólk fætt í sama mánuði deili sumum persónuleikaeinkennum. Hvað er sameiginlegt með ólíkum konum fæddum í sama mánuði? Útkoman kann að koma á óvart!

Janúar

Konur fæddar í janúarmánuði leggja mikinn metnað í að vera heiðarlegar og ráðvandar. Þrátt fyrir að geta verið gagnrýnandi á aðra eiga þær yfirleitt samskipti við fólk sem er á sama plani og þær, vitsmunalega eða deila sömu lífsskoðunum og þær. Þær vilja sjaldan tala um hvernig þeim líður.

Auglýsing

Febrúar

Febrúardömur eru oftast rómantískar og þarf að fara að þeim með þolimæði. Þær skipta skapi mjög ört skapi þannig það er ekki fyrir hvern sem er að eiga við þær! Þær eru afar frjálsar sálir og hugsa hlutina oft mjög óhlutbundið. Aldrei svíkja konu fædda í febrúar. Þær eru líka langræknar.

Mars

Konur fæddar í marsmánuði hafa oft mikinn sjarma og eru heillandi. Þær eru ofboðslega dyggar og heiðarlegar og þegar þær verða ástfangnar er það í alvöru. Þegar þær komast í uppnám er voðinn vís, en allajafna eru þær frjálslegar og þægilegar í samskiptum

Apríl

Þær konur sem fæddar eru í apríl hafa munninn fyrir neðan nefið, svo að segja, en þær koma skoðunum sínu frá sér á beinskeyttan hátt. Þær eiga þó til að vera afbrýðisamar og í vandræðum með sjálfstraustið þannig þær eru viðkvæmar líka. Þær eiga auðvelt með að tjá sig við þá sem þær treysta og geta deilt skoðunum á uppbyggilegan hátt.

Maí

Konur fæddar í maímánuði eru mjög þrjóskar og fylgnar sér. Þær hvika aldrei frá grundvallarreglum sem þær hafa sett sér. Þær eru oftast uppteknar af útlitinu og líta vel út en þær geta verið erfiðar, sérstaklega í samböndum. Þær hafa afar sterkan vilja og hafir þú kynnst konu fæddri í maí muntu alltaf muna eftir henni.

a lau

Júní

Þær sem fæddar eru í júní eru forvitnar, skapandi og kunna vel að tjá sig. Þær eiga þó til að tala áður en þær hugsa. Þær eru beinskeyttar og segja oftast sannleikann. Þær fela ekki tilfinningar sínar. Þær hafa sterkan vilja og þær eiga til að ráða öllu í samböndum – ástar- og fjölskyldusamböndum.

Júlí

Konur í júlí eru fallegar, heiðarlegar, klárar og dularfullar. Þær forðast átök og reyna alltaf að vera heiðarlegar frá byrjun til að enginn misskilningur eigi sér stað. Þær krefjast einnig heiðarleika frá öðru fólki.

Auglýsing

Ágúst

Ágústdísir hafa tilhneigingu til að halda að heimurinn snúist um þær, en þær hafa líka mikið pláss fyrir fólkið sitt. Þær þola ekki rifrildi og kæfa þau í fæðingu. Þær hunsa neikvæðni og ef fólk er ekki sammála þeim. Þær geta hefnt sín lendi þær í þeim aðstæðum. Þær hafa oftast mjög góðan húmor og elska að vera miðpunktur athyglinnar. Vonbiðlar flykkjast í kringum þær og verða oftar en ekki frávita af ást.

September

Konur sem fæddar eru í septembermánuði hafa mikinn sjálfsaga, þær eru vinalegar og fallegar að innan sem utan. Þær eru mjög trúar sér sjálfum og ef þú svíkur konu fædda í þessum mánuði er ólíklegt að hún fyrirgefi þér. Þær kunna nefnilega að hefna sín og það heppnast oftast vel.

Þær kjósa oftast lengri sambönd fram yfir styttri. Þær hafa miklar væntingar til elskhuga sinna.

Október

Konur fæddar í október eiga oft í erfiðleikum með að tjá tilfinningar sínar, en þær eru afar greindar og hafa sterk persónuleikaeinkenni. Þær eru svo hræddar við höfnun að það kann að hamla þeim í lífinu. Þær eru öfundsverðar í augum annarra.

Nóvember

Þetta eru klárar konur sem fæddar eru í þessum mánuði. Þær sjá óheiðarleika um leið. Ekki rugla í þessum konum, þær munu ekki líða það. Þær tjá skoðanir sínar óhikað, alltaf.

Desember

Desembergyðjur eru óþolinmóðar en vita alltaf nákvæmlega hvað þær vilja. Þær elska þegar fólk í kringum þær eru í góðu skapi og kunna að opna hjarta sitt. Þær eiga þó til að brenna sig á því…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!