KVENNABLAÐIÐ

Skóli harðlega gagrýndur fyrir að láta nemendur velja „fallegustu nemendurna”

Skóli í Bretlandi sem hvatti nemendur sína til að kjósa „fallegustu nemendurna” í skólanum hefur beðist afsökunar á kosningunni eftir að foreldrar urðu ævareiðir.

Auglýsing

Hugh Christie skólinn í Tonbridge, Kent, lét nemendur í níunda bekk fá blað þar sem þeir áttu að segja hvaða nemendur væru mest aðlaðandi að þeirra mati.

Bálreið frænka deildi myndinni á Twitter og hefur hún farið á flug í kjölfarið. Segir Lucy Hall: „Skóli frænda minna sendi þá heim með þetta – skólinn er nógu erfiður þegar þú ert 14 en að búa til verðlaun fyrir fallegasta strákinn og stelpuna. Þetta er sjokkerandi. Hugh Christie School af hverju létuð þið þetta gerast? Foreldrum er ofboðið vegna þessa.”

Auglýsing

Nokkrar tilnefningar voru í boði í nokkrum flokkum eins og sjá má á blaðinu:

best 2

Skólinn hefur nú beðist afsökunar og beðið nemendur að hunsa útfyllingarblaðið og kenna kennurum um: „Meðlimur starfsliðsins sem er ábyrgur hefur fengið tiltal. Við erum algerlega sammála að þetta var óviðeigandi og biðjumst innilegrar afsökunar á því að hafa móðgað nemendur og foreldra.”

Hugh Christie skólinn
Hugh Christie skólinn

Heit umræða varð í kjölfarið á þessu, því foreldrar áttu ekki orð yfir þessum yfirborðskenndu titlum.

Chelsea Groome sagði: „Þetta er hryllilegt! Hvað um flokkinn fyrir áhrifamesta, vingjarnlegasta eða kærleiksríkasta nemanda. Skömm á skólann”

Victoria Jay sagði: „Af hverju ekki að hafa hluti eins og: vingjarnlegasti nemandinn, áhugasamasti, sá sem hefur mestan íþróttaáhuga, sá sem segir bestu brandarana, sá sem reynir mest…og svo framvegis. Það eru persónuleikaeinkenni sem við viljum leggja áherslu á.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!