KVENNABLAÐIÐ

Aðeins tvö innihaldsefni eru í þessum bráðholla ís! – Uppskrift

Nú þegar sumarið er á næsta leiti er ekki úr vegi að íhuga hollar uppskriftir sem hægt er að njóta á góðum sumardögum. Það er fátt jafn gott og ís, en kannski ekki fyrir þá sem er umhugað um heilsuna og línurnar. Þrátt fyrir það kemur ekkert í veg fyrir að ekki megi njóta þessarar uppskriftar sem er næstum því jafn góð og alvöru!

Auglýsing

Bananar eru stútfullir af vítamínum og pektíni sem þýðir að þegar þeir eru frosnir verða þeir silkimjúkir.

Innihaldsefni:

4 sneiddir bananar

Sýróp að eigin vali (má vera sykurlaust)

Skraut að eigin vali

Auglýsing

Aðferð:

Sneiddu banana og settu þá í frysti yfir nótt. Settu svo frosnu bananana í blandara eða matvinnsluvél þar til allt er orðið vel blandað og silkimjúkt. Settu sýrópið í og blandaðu aðeins meira. Taktu svo „ísinn“ og settu hann í skál með skrauti að eigin vali…við mælum með súkkulaðibitum eða ávöxtum.

Njótið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!