KVENNABLAÐIÐ

Náðu fitublettum úr fötum með þessari snilldarblöndu!

Fátt eyðileggur fallega flík jafn mikið og fitublettur. Við þekkjum öll það vonleysi að hafa sullað niður á okkur einhverju sem við vitum að er erfitt (eða að við töldum ómögulegt) að ná úr. Ef þetta er flík sem þér þykir vænt um væri ekki vitlaust að reyna þetta ráð fyrir afar þrjóska bletti.

ey1

Auglýsing

Svona ferðu að…þú þarft að útvega:

Uppþvottasápu

WD-40

Matarsóda

Gamlan tannbursta

Pappa

Eyrnapinna

Aðferð: Þú þarft að hafa pappa báðum megin við flíkina sem meðhöndla á. Spreyjaðu svæðið með WD-40 og notaðu eyrnapinna til að nudda efninu í.

Auglýsing

ey2

Helltu matarsóda yfir blettinn. MIKIÐ. Þú þarft mikið á móti olíunni.

ey3

Notaðu tannbursta til að nudda matarsódanum ofan í blettinn. Nuddaðu þar til kekkir myndast.

Auglýsing

ey4

Þetta ætti að líta svona út áður en uppþvottaleginum er bætt við.

ey6

Bættu uppþvottaleginum við. Settu hann ofan á matarsódann og burstaðu meira. Gott er að hafa tusku við höndina þar sem matarsódinn fer að festast við tannburstann.

ey7

Þetta er komið! Hentu pappanum og settu flíkina í þvottavélina með hinum fötunum – mun ekki hafa nein áhrif á þau!

Um leið og þú ert búin/n að þvo flíkina ætti hún að vera eins og ný. Endurtaktu ferlið ef bletturinn er enn til staðar (hann ætti samt að hafa vit á að halda sig fjarri!)

Deildu færslunni með vinum og fjölskyldu!