KVENNABLAÐIÐ

Fimm osta pastaréttur: Uppskrift

Nú þegar kólnar í veðri er ekki úr vegi að hafa kolvetnaríkan pastarétt handa fjölskyldunni. Þessi uppskrift hentar vel á vetrardögum. Hún er fyrir 4-6 og tekur 30-40 mínútur að útbúa. Hægt er að skipta út ostum að vild – þá sem þið eigið til eða með þeim sem þú óskar. Ricottaostinum má skipta út með mascarpone því hann hefur meiri fyllingu þegar hann er bakaður.

Auglýsing

Pecorino ostinn má finna í sumum búðum. Osturinn er ítalskur og framleiddur úr sauðamjólk, en geitaostur eða annar hvítur, mjúkur ostur gengur (t.d. rjómaostur).

pasta1

pasta2

Hér er svo uppskriftin:

1 matskeið ólífuolía

500 grömm soðnar pastaskeljar

1/2 bolli ricotta (eða mascarpone)

1 bolli fontina ostur

1 bolli mozarella ostur, rifinn

1 bolli pecorino romano (hægt að skipta út með gouda osti)

3/4 bolli gráðaostur

1 bolli hakkaðir tómatar (úr dós)

1 bolli blá mjólk (eða rjómi ef óskað er)

sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk

1 matskeið ferskur rósmarín eða basillauf

2 vorlaukar, smátt sneiddir

pasta3

Auglýsing

Aðferð: 

Pastað er soðið í (afar) söltu vatni. Sjóðið það al dente – semsagt tveimur mínútum styttra en pakkinn segir. Smakkaðu pastað – það ætti að vera aðeins hart innan í…það fulleldast í ofninum. Hitaðu ofninn við 250°C.

Á meðan er sósan útbúin. Settu alla ostana í stóra skál. Taktu helminginn og settu hann til hliðar. Blandaðu mjólkinni og tómötunum saman við hinn helminginn. Þegar þú hefur tekið pastað og síað það, blandaðu því í skálina. Salt og pipar er sett í að vild og svo er kryddjurtunum sem þú ætlar að nota blandað saman við.

Smyrðu ofnfast mót eða pönnu sem setja má ofninn með ólfíuolíu. Settu pastað og sósuna í. Taktu svo hinn helminginn af ostunum og settu ofan á. Bakið þar til rétturinn er orðinn bullandi og gylltur (tekur um 16-18 mínútur). Ef þú vilt hafa hann extra stökkann setur þú hann undir grillið í 1 mínútu. Smátt skornum vorlauk er svo stráð yfir réttinn.

Njótið!

pasta4

pasta5